Kirkjuritið - 01.12.1946, Side 51

Kirkjuritið - 01.12.1946, Side 51
Kirkjuritið. Sýn Vasils. 345 Skurtu gerði sjálfur krossmark fyrir sér. „Vasil", kallaði hann. „Vasil, hvað sérðu í sólinni, sem er að rísa“. Vasil sneri sér að honum — undursamleg birta blikaði í aug- um hans, en hann svaraði engu. Og aldrei fékk Skurtu að vitdj um sýnina, sem Vasil sá, er hann horfði í hvel sólarinnar, sem var að koma upp. Á. G. þýddi. tííí Aðalfundur Prestafélags Vestfjarða Aðalfundur Prestafélags Yestfjarða var lialdinn á ísafirði laug- ardag og' sunnudag 21.—22. sept. Aðalmál fundarins var altarissakramentið. Hóf Einar Sturlaugs- son prófastur umræður um það, og tóku síðan margir til máls. Séra Jón Kr. ísfeld frá Bíldudal hafði framsögu um bindindis- mál. Var samþykkt tillaga í þá átt að skora á Alþingi og ríkis- stjórn að láta fara fram hagfræðilega rannsókn á tjóni því, sem leiðir af sölu og' neyzlu áfengis í landinu, og síðan þjóðarat- kvæðagreiðslu um algert áfengisbann á íslandi. Séra Jón Ólafsson prófastur í Holti benti á nauðsyn þess, að framkvæmdir þær, sem ákveðnar hefðu verið á Hrafnseyri, yrðu þegar hafnar á næsta ári, því að ella gæti svo farið, að staðurinn færi í eyði. Samþykkt var að skora á ríkisstjórnina að hraða þessum framkvæmdum sem mest. Jónas Tómasson tónskáld flutti erindi á fundinum um kirkju- kóra og kirkjusöng á Vestfjörðum. Samþykkt var að gefa út ársrit félagsins „Lindina“ á þessu ári. Messur voru fluttar á sunnudag á ísafirði og í Hnífsdal. Þeir séra Einar Sturlaugsson og séra Jón ísfeld prédikuðu, en séra Þorsteinn Björnsson þjónaði fyrir altari. I stjórn félagsins voru kosnir: Séra Eiríkur J. Eiríksson, Núpi, formaður. Séra Einar Sturlaugsson prófastur, Patreksfirði, féhirðir. Séra Jón Ivr. ísfeld, ritari. íííí -

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.