Kirkjuritið - 01.12.1946, Side 60
354
Richard Beck:
Nóv.-Des.
azt. En sá er kostur sjálfsmenntunar, að það eina, sem
knúið getur áfram, er þelckingarþorsti. Hann var eitt
])að, er Islendingar voru auðugir af, er þeir fluttu liing-
að vestur. Þá hungraði eftir þekkingu. Þannig var það
og einnig hér. Mörg dæmi þess mætti nefna, hvað menn
lögðu á sig til að komast yfi;■ hækur sér til skemmtunar
og fróðleiks. Um leið og nokkuð var afgangs hinum allra
brýnustu líkamlegum þörfum, var það lagt í bækur og
hlöð. Hin algengasta dægrastytting var, að lesið var upp-
hált á heimilinu allt, sem náðist i. A mörgum heimilum
var þetla iðkað á hverri vöku allan veturinn, nema sér-
stakar orsakir hindruðu, eða lesmál þryti. Ekki var allt,
sem lesið var, þungt á metunum. Sérstaklega var erfitt
með fræðirit. En nóg var af kjarnfæðu með til að glæða
liungur eftir meiru. Þetta var grundvöllur alþýðufræðslu
í þessum byggðum, eins og víðar. Svo komu lil sögunnar
alþýðuskólarnir hérlendu. Fátæklegir hvað öll tæki og
húsrúm snerti til byrjunar, oft heppnir með kennara,
en líka oft óheppnir; ofhlaðnir nemendur allir fyrir
einn kennara, mátti ekki af þeim vænta meira en raun
varð á. Ef dæma á eftir ávöxtunum, komu þeir furðu
fljótt í ljós í þvi, að ungmennin fóru að sækja eftir því
að komast lengra þekkingarlega en þessir alþýðuskólar
náðu. Ekki Iiefi ég nokkra tilhneigingu til að ræna al-
þýðuskólana neinum heiðri, sem þeim ber, en liallast
Iilýt ég að þeirri skoðun, að þetta hafi ekki verið ein-
vörðungu þeim að þakka, lieldur þeim menningaráhrif-
um, sem lifa í íslenzku þjóðerni og eðli. Annars hefðu
þeir átt að bera hlutfallslega eins mikla ávexti hjá öðr-
um en íslendingum. En ég' vil halda því fram, að frá
fyrstu líð til þessa dags hafi tiltölulega miklu fleiri
úr byggðum íslendinga í ]>essu fylki haldið lengra á
menntabrautinni en alþýðuskólarnir ná, en úr byggð-
um annara þjóðflokka ahnennt. Að vísu eru ekki fyrir
hendi beinar skýrslur í þessu tilliti, en þetta er byggt
á margra ára athugun og viðtali við menn við mennta-