Kirkjuritið - 01.12.1946, Page 61

Kirkjuritið - 01.12.1946, Page 61
Kirkjuritið. Séra Kristinn K. Ólafsson. 355 stofnanir ríkisins, sem bezt ættu að vera færir nm þetla að dæma.“ Séra Kristinn gekk í barnaskóla heimabyggðar sinn- ar, en jók einnig drjúgum við það skólanám með víð- tækum lestri íslenzkra bóka, fyrst og fremst þeirra, er bann átti kosl á á beimili sínu, þar sem menningarlegur og bókmenntalegur áhugi réði ríkjum, og notfærði sér jafnframt ágætlega næsta fjölskrúðugt bókasafn lestr- arfélagsins „Ganglera“, sem stofnað var snemma á ár- unum í bygðinni og slóð með blóma. Hefi ég það eftir góðum heimildum, að bann muni bafa lesið hverja bók í því safni, og ber það gotl vitni þekkingarþorsta lians, en sjálfur hefir liann sagt, að lestur íslenzkra rita á æskuárunum hafi reynzt sér traustur grundvöllur, þá er lengra kom á námsbrautinni. En einnig átti hann því láni að fagna á unglingsár- um sínum að njóta einkakennslu í gagnfræðaskóla- námsgreinum hjá tveimur ágætum menntamönnum byggðarinnar, sóknarpresti sínum séra Friðriki J. Berg- mann og dr. B. ,1. Brandson, er var kennari hans í barnaskólanum, eins og fyrr er getið. Átti séra Friðrik mikinn þátt i þvi að glæða menntaþrá ungra efnis- manna í prestakalli sínu og livetja þá til skólagöngu, og var dr. Brandson í þeirra hópi, liinn fyrsti sonur Garð- arbyggðar, er gekk menntaveginn. Vill svo vel til, að í fyrrnefndri minningargrein sinni um binn síðartalda hefir séra Kristinn lýst báðuni þessum fræðurum sín- um á yngri árum með fögrum orðum, og kemur þar einn- ig glöggt í ljós binn ríki þakkarhugur, sem hann ber i brjósti til þeirra beggja. Um nám dr. Brandsons hjá séra Friðrik fer hann þessum orðum: „Svo bar hann gæfu til að njóta frábærr- ar heimakennslu bjá scr Friðrik Bergmann. Á þeim ár- um voru miðskólar (Higli Schools) mjög óviða, og á- stæður litlar til að nota þá fáu, er til voru. Varð þá séra Friðrik ýmsum að liði með því að halda við hinuin ís-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.