Kirkjuritið - 01.12.1946, Qupperneq 63
Kirkjuritið.
Séra Kristinn K. Ólafsson.
357
þaðan með „Bachelor of Arts“ menntastigi í júní alda-
mótaárið. Var skóli þessi sniðinn eftir hinum laerðu
skólum Norðurálfunnar; og' þessvegna mikil áherzla
lögð á klassisk fræði, samliliða bókmenntum, sagnfræði
og nýrri málunum; þá var norsku og' norskum bók-
menntum að sjálfsögðu sérstakur gaumur gefinn. Átti
skólinn einnig völdu kennaraliði á að skipa, og afhurða-
mönnum í sumum fræðigreinum. Hafði iséra Kristni
sótzt námið ágætlega, þvi að hjá honum fóru saman
miklir lærdómshæfileikar og dugnaður að sama skapi,
og varð hann efstur sambekkinga sinna. Samtímis hon-
um á skólanum voru þó margir kappsamir gáfumenn,
er síðar liafa orðið atkvæða- og áhrifamenn innan
norsku kirkjunnar vestan liafs eða á öðrum starfssvið-
um. Hann stóð einnig framarlega i félagslifi stúdenta,
tók meðal annars mikinn þátt í kappræðum, og var í
ritstjórn mánaðarblaðs skólans, aðalritstjóri þess sið-
asta skólaár sitt.
Að loknu námi á Luther College var hann eilt ár
harnakennari í heimabyggð sinni, en hóf síðan (1901)
guðfræðinám á lúterska prestaskólanum í Chicago.
Fjögurra ára námi lauk liann þar á þrem árum, út-
skrifaðist með ágætiseinkunn, og hlaut jafnframt lær-
dómsstigið „Baehelor of Divinity“. Samhliða náminu
hafði hann þó löngum með Iiöndum einkakennslu ný-
sveina i ýmsum greinum.
Séra Kristinn var prestvígður i Winnipeg, 26. júní
1904, af séra Jóni Bjarnasyni, forseta Kirkjufélagsins
hiterska, og gerðist þá þegar þjónandi prestur Garðar-
Þingvalla- og Fjalla-safnaða í Pemhina-héraði í Norð-
ur-Dakota. Sumarið 1912 fluttist hann til Mountain og
þjónaði öllum söfnuðum Kirkjufélagsins á þeim slóð-
um fram til ársins 1925, er hann varð prestur íslenzku
safnaðanna í Argyle-byggð í Manitoba næstu fimm ár-
in. En haustið 1930 tók hann köllun frá Hallgrímssöfn-
úði í Seattle í Bandaríkjunum og var prestur hans í 12