Kirkjuritið - 01.12.1946, Síða 67
Kirkjuritið.
Séra Kristinn K. Ólafsson.
3fil
og þjóðstofni til sæmdar. Meðai annars var hann erind-
reki á Alþjóðaþingi lútersku kirkjunnar, sem haldið
var i Kaupmannahöfn árið 1929. Ferðaðist hann þá víð-
ar um Norðurálfuna og gafst tækifæri til að heimsækja
ættland sitt fyrsta sinn og' eiga þar nokkura dvöl; ferð-
aðist liann nokkuð um landið, og að sjálfsögðu á ætt-
stöðvar sínar í Norðurlandi.
Eins og hann lýsli fallega í ferðabréfi sínu í Samein-
ingunni, rættist þá æskudraumur lians um að koma
„heim til Islands“, og ber ferðasaga hans því ennfrem-
ur vitni, að liann hefir orðið hrifinn af mörgu, sem þar
har fvrir augu, landinu og' þjóðinni og menningu henn-
ar, eigi sízt íslenzkri sveitamenningu, sem hann víkur
oft að í greinum sínum og ræðum með mikilli aðdáun,
enda má segja, að hann liafi alizt upp undir áhrifum
hennar á æskuárunum. En um Norðurálfu- og Islands-
ferð sina falla honum liannig orð í forsetaskvrslu sinni
árið 1930:
„Persónulega finn ég lil þess, að ég er i þakklætis-
skuld við kirkjufélagið fyrir að gefa mér kost á að sækja
þetta þing, sem erindreki þess. Leiddi það til þess, að
ég einnig gat heimsótt ættjörðina i fyrsta sinn og' notið
þar ógleymanlegra daga við að kynnast landi, þjóð og
kirkju. Lítill þakklætisvottur liefir það verið frá minni
hálfu síðan ég kom heim, að ég hefi allviða í söfnuðum
vorum og bygðum flutt erindi um það, sem fyrir mér
varð á ferðalaginu, ekki sízt dvölina á Islandi, en einn-
ig um önnur lönd Norðurálfunnar. Hefi ég viljað þann-
ig miðla öðrum af þeim gróða, er mér fannst ég verða
fyrir sjálfur.“ — Á sama streng slær hann í smágrein
(Sameiningin, sept. 1933), um heimkomu dr. Björns B.
Jónssonar úr íslandsferð hans: „Allt ferðalag liefir örf-
andi áhrif, en ferð til íslands, að minnsta kosti fyrir þá,
sem af íslenzku hergi eru Ijrotnir, finnst mér að talci
öllu ferðalagi fram.“
I þessum ummælum lýsir sér einnig einlægur ræktar-