Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Side 5

Kirkjuritið - 01.01.1949, Side 5
Vegsamið Drottin. Dagsljósið ennþá um foldina flæðir. — Fagnaðu deginum, styrkur í lund; vakna, og lyft þínum huga í hæðir, helgaðu bæninni árdegisstund. Vegsama Drottin, þú hjarta, sem hefur hvíldina fengið í svefninum rótt. Þakkaðu honum, er vernd sinni vefur veikbyggðu slögin þín sérhverja nótt. Eins þú, er hugsjúkur, andvaka liggur, ættir að gleðjast við dagroðans bál. Vertu í barnslega traustinu tryggur, taktu við gjöf hans með fögnuð í sál. Þakkaðu Guði á gæfunnar dögum, gleðinnar sólskini útbýtir hann. Vegsami Drottin í Ijóði og lögum, líferni vönduðu, hver sem það kann. Leitaðu Drottins í daganna vanda; drúpirðu höfði við miskunnar lind, mun hann þér veita sinn auðmýktaranda, afmá úr hjartanu villu og synd. Leitaðu Drottins í þjáningum þínum, þangað til kvöldar og húmar af nótt. Kveinin hann þaggar af kærleika sínum, kraftinn þér veitir og þolgæði rótt. * Dýrka með sérhverju dagsverki þínu Drottin, er veitti til starfanna þrótt, þá mun hann upplyfta augliti sínu yfir þig veikan, og blessa þig hljótt. Erla.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.