Kirkjuritið - 01.01.1949, Qupperneq 14
12
KIRKJURITIÐ
geislastafur, sem endurspeglast einnig úr djúpum hjartn-
anna.
Sá, sem er stöðugur í kærleikanum, er stöðugur í Guði,
og Guð er stöðugur í honum.
Leggjum í þeim huga á áfanga nýja ársins. Verjum lífi
og öllu, sem við eigum, í þjónustu annarra manna. Til
þess hefir Guð gefið okkur það, og svo þjónum við hon-
um bezt. Án kærleiks er glatað árum og dögum. En allt,
sem frá honum er komið, lifir. Gróður kærleikans visnar
ekki.
Þig felur hvorki fold né sær.
Hver fífill þinn um eilífð grær.
„Nú er það eilífðin,“ hvíslaði Nathan Söderblom deyjandi.
Sú kemur stund, að við getum sagt hið sama. Já, eilífðin
bíður okkar allra eins og úthaf handan við straum tímans.
Þegar þar kemur, verður gott að hafa í Guðs nafni sáð
fyrir hana — en ekki því, sem upprætt verður.
Hvað hreint og gott þú hugsar, elskar, vilt,
allt heilagt, fagurt, — því nær aldrei tíðin,
það fölnar ei, þótt alda geisi hríðin,
og eilífðin það tekur gott og gilt.
Nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra
er kærleikurinn mestur.
Gleðilegt nýár.
Ásmundur Guðmundsson.