Kirkjuritið - 01.01.1949, Síða 29
VARNARRÆÐA TERTÚLLIANS 27
»Hvert er eðli Krists? Guð hefir skapað allan heiminn
með orði sínu, hugsun sinni og mætti. Jafnvel spekingar
yðar eru ásáttir um, að heimurinn sé skapaður af Logos,
sem þýðir bæði orðið og hugsunin. Þetta er einmitt það,
sem vér einnig kennum. Þér segið, að Logos sé andi og
Guð sé andi. Vér köllum Logos bæði Guðsson og Guð.
Þetta má skýra með líkingu: Þegar sólargeisli stafar út
frá sólinni, þá er hann hluti af sólinni. Sólin sjálf er í
sólargeislanum, af þvi hann gengur út frá henni. Þrátt
fyrir það greinist sólin ekki í sundur, enda þótt hún geisli.
Hún stækkar aðeins. Þannig er Kristur andi af anda, og
Guð af Guði, alveg eins og ljós kveikist af ljósi. Af þvi
að hann er útgenginn frá Guði, er hann Guð og Guðssonur
°g báðir eru einn Guð.“
Tertúllianus lætur þá trú i ljós, að andar, eða demonar,
bæði illir og góðir, séu hvarvetna á sveimi og einkum þó
illir. Þeir vinni mönnum hverskonar tjón, blandi loft allt
lævi, orsaki sjúkdóma, reiði og brjálsemi, og kveiki upp
i mönnum illar girndir. Þeir geti komizt á snoðir um
margt og þannig gert sig að guðum í augum fávísra
manna. Þannig sé til komin hjáguðadýrkun heiðinna
Þjóða. En allir þessir demónar séu þó Kristi undirgefnir.
Býður hann að sækja hvaða kristinn mann sem sé og láta
hann reka út slíka anda. Þeir þurfi ekki nema snerta á
þeim, sem haldinn sé af illum anda eða blása á hann, þá
fari andinn út af honum, vegna þess, að hann skelfist
Krist og þann eilífa eld, sem hann geti refsað andanum
með. Jafnvel megi fá hina illu anda til að játa sannleik-
ann, og þykir þeim það þó allra verst.
Viðvíkjandi keisaradýrkuninni segir Tertúllianus, að
það sé satt, að kristnir menn fáist eigi til að færa keis-
aranum fórnir né biðja til hans. En þeir biðja fyrir
honum. Því að kristnir menn biðja jafnvel fyrir óvinum
sínum. Kristnir menn biðja aðeins til hins eilífa Guðs,
hins sanna og lifandi Guðs. Og þeir biðja óaflátanlega
fyrir keisaranum, langlífi hans, góðri landsstjórn, ham-