Kirkjuritið - 01.01.1949, Blaðsíða 37
35
SÉRA ÞORVARÐUR ÞORVARÐSSON
l^eirn síðan alla tíð, til ársins 1934, er honum var veitt
Jausn frá prestsstörfum vegna elli og hrörnandi heilsu.
Tók þá við af honum séra Jón sonur hans, sem nú er
Prófastur í Vík, og dvaldist hann hjá honum og konu
hans, frú Laufeyju Eiríksdóttur, þar til er hann lézt
hinn 9. apríl síðastliðinn, 84 ára að aldri.
Séra Þorvarður var prófastur í Norður-Þingeyjarpró-
fastsdæmi frá 1903 til 1907 og í Vestur-Skaftafellsprófasts-
dæmi frá 1930 til 1934. Hann var kvæntur Andreu Elísa-
betu Þorvarðsdóttur frá Litlu-Sandvík í Flóa, sem látin
er allmörgum árum á undan honum. Þau eignuðust átta
börn, og eru 6 þeirra á lífi og eru þau: Þorvarður, aðal-
gjaldkeri Landsbanka Islands í Reykjavík, Hjörtur, verzl-
unarmaður í Vík, Kristján, læknir í Reykjavík, séra Jón
Prófastur í Vík, Valgerður, ógift í Svíþjóð, og Svanhildur
gift í Reykjavík.
Séra Þorvarður var jarðsettur að Reyniskirkju í Mýr-
dal, að viðstöddu miklu fjölmenni.
Æfi- og starfssaga séra Þorvarðs Þorvarðssonar er sag-
an um sveitaprestinn íslenzka, sem í einangrun og við erfið
kjör og margvíslega andlega deyfð og skilningsskort vinn-
ur sitt verk ótrauður og af fullri trúmennsku, hvernig sem
tíðarandinn blæs í kringum hann, þjónar meistara sínum
af alhug utan kirkju sem innan og lætur sér ekkert mann-
legt óviðkomandi. Gerist vinur og jafningi sóknarbarna
sinna, reynir að skilja lífskjör þeirra, lifir þeirra lífi i
sorgum þeirra og gleði og er jafnan reiðubúinn að rétta
hverju góðu máli hjálparhönd til heilla sóknum sínum.
Þegar ég minnist séra Þorvarðs, sem var sóknarprestur
uiinn þar til ég hvarf að heiman í skóla, þá koma mér
einatt í hug hin postullegu orð, sem segja: „Eins og hrygg-
ir, en þó ávallt glaðir, eins og fátækir, en auðgum þó
uiarga, eins og öreigar, en eigum þó allt.“
Séra Þorvarður átti lengstum við þröng og erfið kjör
að búa. Ómegð var mikil, en launin rýr og allar ytri að-