Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Side 38

Kirkjuritið - 01.01.1949, Side 38
36 KIRKJURITIÐ stæður hinar þrengstu. En það varð honum enginn þrösk- uldur í vegi til að þjóna Kristi og vera boðberi hans meðal safnaða sinna, að halda virðingu sinni og embættis síns í fullum heiðri og hjálpa fjölmörgum af fátækt sinni. Þegar hann kom í Mýrdalinn, settist hann að í Norður- Hvammi, sem þá var lagður til sem prestssetur. Var það þá fremur rýr jörð og illa hýst. En orð var fljótt á því gert, að þangað þætti flestum gott að koma. Árið 1911 flyzt hann svo til Vikur, — sjálfsagt með stofnun ungl- ingaskóla í huga, — sem komst þá einnig fljótt til fram- kvæmda, er hann hafði flutt í kauptúnið, og gerðist hann þegar fyrsti skólastjóri hans. Kenndi hann síðan við hann meira og minna um fjölda ára. Ekki var aðbúðin í Vík girnileg. Innréttaði hann þar gamla sjóbúð til íbúðar og bjó þar alla tíð til ársins 1933, er læknishúsið var keypt til prestsseturs, við fráfall Stefáns heitins Gíslasonar læknis. Voru þrengsli því mikil, en allt var snyrtilegt og vel um gengið, enda var húsfreyjan framúrskarandi myndarleg, og unnust þau hjónin mjög. Margan furðaði á því, að presturinn skyldi geta unað slíkum húsakynnum, og það þvi fremur, sem séra Þor- varður var stór í lund og lét í engu misbjóða virðing sinni. Ef einhver ympraði á því, að húsin væru honum tæpast samboðin, átti hann til að minna á það, að sá, sem hann kysi helzt að líkjast og þjóna, hefði heldur ekki búið í neinum hallarsölum. Og sannast mála var það, að slík var alúðin, gestrisnin og umgengni öll hjá prests- hjónunum í Vík, að menn fundu lítt til þrengslanna, sem þau bjuggu við, en undu sér hið bezta og gleymdist um- hverfið. Presturinn var ætið glaðvær, alúðlegur og unun oft að samræðum við hann, og húsfreyjan var mild og hlý og nærgætin, svo að öllum fannst ánægjulegt að koma til þeirra, og að þeir færu þaðan jafnan auðugri en þeir komu. Minnast sóknarbömin margra ánægjustunda frá þessu prestssetri í Vík. Séra Þorvarður var óvenjulega vel gerður maður, fastur

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.