Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1949, Page 49

Kirkjuritið - 01.01.1949, Page 49
SÉRA EINAR THORLACIUS 47 síðar að þetta var háttur hans, að ganga ekki fram hjá kunnugum án þess að ávarpa þá hlýlega, ef þess var kostur. Eftir að ég var sjálfur fluttur hingað til Reykja- víkur og farinn að vinna með honum í stjórn félagsskapar okkar prestanna, sem látið höfðum af embættum, kynnt- ist ég honum fyrst verulega og má í fám orðum segja um t>á kynningu, að mér féll hann því betur í geð sem ég kynntist honum lengur. Mér vjrtist hann einlægur trú- maður, efasemdalaus um höfuðatriði kristilegrar kenn- ingar, með barnslegu trúnaðartrausti, frjálslyndur í skoð- unum og umburðarlyndur við aðra. Hann sótti iðulega kirkju til sóknarpresta sinna og stundum til annarra Presta bæjarins. Oft heimsótti hann sjúka félagsbræður og kunningja sína á sjúkrahúsum. Hann var ávallt hlýr í annarra garð og virtist ala vinarþel til allra, er hann hafði kynnzt, og þeir voru æðimargir á svo langri lífsleið.. Hann var sérlega minnugur á menn og ættfróður og skrifaði ýmislegt um merka menn o. fl. og las það stund- um upp á fundum okkar félaganna. Ávallt fannst mér honum vera langt til fyrrv. sóknarbarna sinna bæði yngri sem eldri og fylgdist hann vel með lífskjörum þeirra og lífsferli. Mörg þeirra, sem hér í bæ eru búsett, leit- uðu til hans um prestsverk, er svo bar undir. Séra Einar var hið mesta prúðmenni í allri framgöngu, höfðinglegur á velli og hélt sér þráðbeinum, þótt stirður væri orðinn til gangs. Hann var mesti geðstillingarmaður, þíður í viðmóti, skemmtilega ræðinn í kunningjahópi, sérlega grandvar í dagfari, aflátssamur og nærgætinn. — Eins og séra Einar var trúr og dyggur þjónn kirkjunnar og fyrirmyndarþegn í þjóðfélaginu, má með sanni segja, að fáir hafi prúðari gengið jafnlanga leið um „forgarð eilífð- arinnar." Séra Einar var jarðsunginn 12. jan. að viðstöddu fjöl- menni og jarðsettur í Reykjavíkurkirkjugarði við hlið konu sinnar, er hann hafði lifað hér með í ástríku og farsælu hjónabandi í 48 ár. Við heimaathöfnina hélt séra Jón

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.