Kirkjuritið - 01.04.1952, Side 17

Kirkjuritið - 01.04.1952, Side 17
SVO LANGA STUND 81 alls lífs á hnettinum, eins og hann eigi framundan að bylta sér með feigðarglotti í sólargeislunum um aldir alda. Það er komið meira en mál fyrir mennina að átta sig á orðum Krists í niðurlagi Fjallræðunnar: Hverjum, sem heyrir þessi orð mín og breytir ekki eftir þeim, honum má líkja við heimskan mann, er byggði hús sitt á sandi; og steypiregn kom ofan og stormar blésu, °g buldu á því húsi, og það féll, og fall þess var mikið. Höfum við ekki þegar séð þetta hrun? Afturhvarf til Krists — það er eina von mannkynsins °g hvers einasta manns. Ekki svo, að við hrópum aðeins: Herra, herra, án þess að gjöra vilja hans og föðurins á himnum, heldur með því að breyta í fyllstu alvöru eftir boðum hans. Það þarf ekki annað en fylgd í raun og sannleika við eina setningu orða hans, kærleiksboðið, til þess að bjarga jafnt hfi einstaklinga og þjóða: Allt, sem þér viljið, að aðrir tuenn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Við þurfum öll að biðja: Guð, gef heiminum nýja vakningu — afturhvarf til Krists — og lát hana byrja í okkar eigin hjarta. Leitumst við að þekkja hann, sem hefir svo langa stund nieð okkur verið. Hver sól, sem rís, minni okkur á ásjónu hans. Hver tindur á tign hans. Stuðlabergin á styrkleika hans. Mildur blærinn á blíðu hans og blikandi stjarnan á bros augna hans. En um fram allt verði orð hans okkur andi og líf — ■iá, vera hans sjálf. Blekkjum ekki okkur sjálf. Látum okkur ekki koma til hugar að það sé að þekkja Krist og veita honum við- töku að samþykkja ákveðnar trúarsetningar og játningar honum til lofs, allt þetta, sem mennirnir hafa verið að bjóða honum í stað þess eina, sem hann vill og krefst.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.