Kirkjuritið - 01.04.1952, Síða 34

Kirkjuritið - 01.04.1952, Síða 34
98 KIRKJURITIÐ stöku móti. Þeir hafa fundið lifandi Guð á sviði innra lífs eða séð vald hans og vilja opinberast í sögu þjóðar sinnar eða mannkynsins. Innra valdboð hefir knúð þá til að boða öðrum það, sem þeir sjálfir hafa reynt og fundið. Svo var um spámenn Israels. Fleira kemur til greina, þegar rætt er um merkingu orðsins „spámaður“. Við höfum setið og hlustað á mik- inn ræðumann. Ræða hans var þrungin krafti, hann tal- aði af andagift. Hann talaði ekki af sjálfum sér, fannst okkur, það var eins og honum væri gefið, hvað hann ætti að segja. Hann stjórnaðist ekki af íhugun né hugleið- ingu, heldur var sem orðin streymdu ósjálfrátt fram úr djúpi vitundarinnar. Ræðumaðurinn virtist vera á valdi einhvers máttar, sem knúði hann fram. Og við segjum oft um slíkan mann, að eitthvað spámannlegt sé yfir honum. Hann talar ekki eins og venjulegur maður, heldur eins og spámaður. Af því, sem nú hefir verið sagt, má nokkuð ráða, hver einkenni spámannsins eru. Þó hefir enn eigi verið getið um aðaleinkenni spámannanna. En það er hið svo nefnda spámannsástand. Ástand þetta er óskiljanlegt öðrum mönnum. En vegna þess, að spámennirnir geta komizt í það, sjá þeir sýnir og fá vitranir. Ástandið er eins kon- ar leiðsluástand. Er komizt svo að orði í Gamla testa- mentinu, að spámaðurinn „heyri orð Guðs og sjái sýn hins almáttuga, hnígandi niður og með upploknum aug- um“ (4. Mós. 24. 4), Spámaðurinn verður bæði f jarsýnn og framsýnn, af því að innri andans augu hafa opnazt hon- um. Hann verður „frá sér numinn“, eins og komizt he& verið að orði um þetta ástand. Spámenn hafa víðar komið fram en í Israel.Trúarbragða- sagan kann að greina frá slíkum mönnum á ólíkum stöð- um og tímum, meðal óskyldra þjóða. Boðskapur þeirra hefir verið misjafn að gildi og innihaldi frá trúarlegu jafnt sem siðferðilegu sjónarmiði. Höfuðeinkennin eru þó ætíð

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.