Kirkjuritið - 01.04.1952, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.04.1952, Blaðsíða 34
98 KIRKJURITIÐ stöku móti. Þeir hafa fundið lifandi Guð á sviði innra lífs eða séð vald hans og vilja opinberast í sögu þjóðar sinnar eða mannkynsins. Innra valdboð hefir knúð þá til að boða öðrum það, sem þeir sjálfir hafa reynt og fundið. Svo var um spámenn Israels. Fleira kemur til greina, þegar rætt er um merkingu orðsins „spámaður“. Við höfum setið og hlustað á mik- inn ræðumann. Ræða hans var þrungin krafti, hann tal- aði af andagift. Hann talaði ekki af sjálfum sér, fannst okkur, það var eins og honum væri gefið, hvað hann ætti að segja. Hann stjórnaðist ekki af íhugun né hugleið- ingu, heldur var sem orðin streymdu ósjálfrátt fram úr djúpi vitundarinnar. Ræðumaðurinn virtist vera á valdi einhvers máttar, sem knúði hann fram. Og við segjum oft um slíkan mann, að eitthvað spámannlegt sé yfir honum. Hann talar ekki eins og venjulegur maður, heldur eins og spámaður. Af því, sem nú hefir verið sagt, má nokkuð ráða, hver einkenni spámannsins eru. Þó hefir enn eigi verið getið um aðaleinkenni spámannanna. En það er hið svo nefnda spámannsástand. Ástand þetta er óskiljanlegt öðrum mönnum. En vegna þess, að spámennirnir geta komizt í það, sjá þeir sýnir og fá vitranir. Ástandið er eins kon- ar leiðsluástand. Er komizt svo að orði í Gamla testa- mentinu, að spámaðurinn „heyri orð Guðs og sjái sýn hins almáttuga, hnígandi niður og með upploknum aug- um“ (4. Mós. 24. 4), Spámaðurinn verður bæði f jarsýnn og framsýnn, af því að innri andans augu hafa opnazt hon- um. Hann verður „frá sér numinn“, eins og komizt he& verið að orði um þetta ástand. Spámenn hafa víðar komið fram en í Israel.Trúarbragða- sagan kann að greina frá slíkum mönnum á ólíkum stöð- um og tímum, meðal óskyldra þjóða. Boðskapur þeirra hefir verið misjafn að gildi og innihaldi frá trúarlegu jafnt sem siðferðilegu sjónarmiði. Höfuðeinkennin eru þó ætíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.