Kirkjuritið - 01.04.1952, Page 42

Kirkjuritið - 01.04.1952, Page 42
106 KIRKJURITIÐ sinn með því að láta þá sjá sýnir eða fá vitranir. En þeir gátu einnig orðið hans varir á annan hátt. Saga þjóðar- innar eða mannkynsins opinberaði vilja Guðs, dauð nátt- úran hið sama. — Þess sjást mörg dæmi í spámannarit- unum, að spámennirnir hafa numið guðlega speki og lær- dóma af því að gefa gaum að ýmsum fyrirbærum náttúr- unnar eða hreint og beint af því að virða fyrir sér með athygli það, sem fyrir augu bar. Hér eru tvö dæmi af mörgum: Jeremía er dag einn á gangi úti á akri. Hann virðir fyrir sér grein á möndluviðartré, sem vakið hefir athygli hans. Vafalaust var hann niðursokkinn í hugrenn- ingar áður. Hann var að hugsa um refsidóminn, sem hann átti að birta þjóð sinni í nafni Guðs. Myndi sá spádómur rætast? Meðan hann virðir möndluviðargreinina fyrir sér, kemur nafn möndlutrésins fram í huga hans. Möndlutré heitir á hebresku sjákéd. Ósjálfrátt minnir orðið hann á annað hebreskt orð af sömu rót: sjökéd. En orðið þýðir: Hinn vakandi; sá, sem vakir. Hér fær hann svar við því, sem hann var að hugsa um. Guð hefir látið hann sjá þetta tré, til þess að fullvissa spámanninn um, að hann er sá, sem vakir yfir orði sínu til þess að framkvæma það. (Jer. 1,11—12). Sami spámaður horfir dag nokkurn á leir- kerasmiðinn. Hann sér, hversu hann gerir verk sitt upp á nýtt aftur og aftur, þar til kerið hefir fengið þá mynd, sem hann óskar. Þannig fer Guð einnig að með þjóðirnar. Hann umskapar þær, leitast við að fá fram þá fullkomn- un, sem hann þráir (Jerm. 18, 1—10). — Spámennirnir gátu tekið undir orð skáldsins: I sannleik, hvar sem sólin skín, er sjálfur Guð að leita þín. Vilji hins stærsta opin- berast stundum í því smæsta. Guð opinberaði spámönnunum vilja sinn til þess, að þeir boðuðu hann öðrum, þjóð sinni eða samborgurum. Þeir gátu sagt eins og heilög Birgitta: Ekki aðeins sjálfum mér til upplýsingar, en öðrum til hjálpræðis. — Menn fóru til spámannaflokkanna eða atvinnuspámannanna og spurðust fyrir um vilja Guðs, en svörin voru of mjög miðuð við

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.