Kirkjuritið - 01.12.1952, Side 15
T
|
i
1
^óíauaLa L
amanná.
X
1
i
*
Það hefir verið venja hin síðari ár að hafa hér í Kirkju-
ritinu stutta jólavöku fyrir bömin.
Jólin hafa oft verið nefnd hátíð barnanna, enda er þá
serstaklega gott tækifæri að rifja upp jólaboðskapinn og
benda bömunum á líf og dæmi Frelsarans.
Eg vona, að fullorðna fólkið hafi líka ánægju af því að
taka þátt í þessari jólavöku með börnunum, lesi fyrir þau
°g syngi með þeim, ef þau eru svo lítil, að þau geti ekki
lesið sjálf.
Nú skulum við byrja jólavökuna með því að syngja
sélminn.
1 dag er glatt í döprum hjörtum,
því Drottins Ijóma jól,
1 niðamyrkmm nætursvörtum
upp náðar rennur sól.
Er vetrar geisar stormur stríður,
þá stendur hjá oss friðarengill blíður,
og þegar Ijósið dagsins dvín,
oss Drottins birta kringum skín.
Oss öllum mikinn fögnuð flytur
sá friðarengill skær.
Sá Guð, er hæst á himni situr,
er hér á jörð oss nær.
Sá Guð, sem ræður himni háum,
hann hvílir nú í dýrastalli lágum,
sá Guð, er öll á himinhnoss,
varð hold á jörð og býr með oss.