Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1952, Page 31

Kirkjuritið - 01.12.1952, Page 31
ALTARISTAFLA OG PRÉDIKUN 237 izt í spor Davíðs konungs, er hann felldi dóminn yfir sjálf- um sér og fékk svarið: Þú ert maðurinn? En jafnframt færir þessi saga okkur kjarna fagnaðar- boðskaparins. Einmitt það atriði hennar, sem ég gat um úðan, að mörgum komi mest á óvart, einmitt það er henn- ar dásamlega perla. Að Jesús skyldi finna eitthvað gott, eitthvað fyrirmyndarvert jafnvel hjá rangláta ráðsmann- inum. Þess vegna þakka ég forsjóninni þessa sendingu, þó að mér brygði í fyrstu. Ég þakka bæði hennar hvössu ásök- Un og áminningu — og hennar dásamlega huggunarorð. Eagnaðarboðskapinn um kærleika Jesú. Já, vinir mínir! Er ekki þessi ósegjanlegi kærleikur, ef vel er að gáð, okkar eina von? Sagan um rangláta ráðsmanninn er líklega sönn saga. Þetta hefir komið fyrir, og dómarnir um ráðsmanninn hafa víst ekki verið vægir. En Jesús sá hér allt annað en allir uðrir. Hann sá hér dæmisögu. Hann sá hér mikilvæg sannindi endurspegluð. Og hann dró úr þessum grugguga brunni lífsins tæra vatn. Hann vann úr þessum eitraða jarðvegi heilnæmt lífsins brauð. Hvað kennir sagan okkur í þessu Ijósi frá Jesú? Ég tok aðeins þrjú atriði. Pyrst það, að við erum öll ráðsmenn. Þó að þetta sé ef til vill sjálfsagt, þá er þó mikil þörf að minna á það. •bví að mennimir haga sér einmitt oftast eins og þeir væru eigendur, en ekki ráðsmenn. En húsbóndinn eini, eigand- lnn, er okkar himneski faðir, sem hefir sent okkur hing- að og fengið okkur til varðveizlu eignir sínar, og þá fyrst °g fremst okkar eigin sál, þann auð, sem jafnvel allur heimurinn getur ekki bætt upp. Það sem við erum, og bað sem við eigum, er okkur falið sem ráðsmönnum föð- Ur>ins á himnum. í öðru lagi segir saga þessi okkur það, að við séum

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.