Kirkjuritið - 01.12.1952, Qupperneq 33
Séra Þorgrímur Sigurðsson á Staðastað afhenti mér nýlega
sálmsþýðingu þá, er hér fer næst á eftir, og lét þessi orð
fylgja: „Versin voru mér lesin fyrir af Þórdísi Gísladóttur,
húsfreyju í Haga í Staðarsveit, skömmu áður en hún dó.
Hafði sóknarprestur hennar, er hún bjó í Helgafellssveit, séra
Sigurður Gunnarsson í Stykkishólmi, gefið þau bömum þeirra
hjóna uppskrifuð, er hann húsvitjaði eitt sinn sem oftar. Taldi
hórdís sálm þenna vera mundu enskan að uppruna og þýdd-
an sennilega af séra Sigurði sjálfum. Óskaði hún þess, að hann
félli ekki í fymsku, svo fallegur sem hann er, og fyrir því
eru versin hér birt.“
Síðari sálmsþýðinguna sá ég bam að aldri á skrifborði föð-
nr míns, séra Guðmundar Helgasonar í Reykholti. Var hún
með hendi hans og taldi ég þegar víst, að hún væri eftir hann.
Löngu seinna fékk ég að skrifa hana upp eftir honum, en
eldrei spurði ég hann þó, hvort hann hefði sjálfur þýtt. Hygg
ég, að svo sé, enda átti hann sálma Karls Geroks á frummál-
inu og minntist oft á þennan sálm og taldi hann mjög fagran.
Ritstj.
BÆNAGJDRÐ
Hvíslar að oss himnesk rödd
með helgifrið:
Dagur liðinn, kvöldið komið,
krjúp og bið.
Kallinu við gegnum, Guð minn,
gefðu oss þor.