Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1952, Side 39

Kirkjuritið - 01.12.1952, Side 39
STEFÁN JÓNSSON, AUÐKÚLU 245 hann búhöldur og drengur góður, enda gekk hann stjúp- börnum sínum í föður stað.1) Hólmfríður, kona Jóns Eiríkssonar, var fædd að Bæ í Hrútafirði 9. des. 1818. Foreldrar hennar voru Bjarni stúd- ent Friðriksson, bóndi í Bæ, og kona hans, Anna Jóns- dóttir sýslumanns Jónssonar í Bæ. Bjarni Friðriksson (f. 31. maí 1791) var sonur séra Friðriks Thorarensens (Þór- arinssonar) að Breiðabólstað í Vesturhópi og Hólmfríðar Jónsdóttur varalögmanns Ólafssonar í Víðidalstungu, en kona Jóns Ólafssonar var Þorbjörg Bjarnadóttir sýslu- nranns Halldórssonar á Þingeyrum og Hólmfríðar Páls- dóttur lögmanns Vídalíns. — Bjami Friðriksson lauk prófi 1 Bessastaðaskóla 1815, kvæntist árið eftir og hóf búskap i Bæ, en Jón sýslumaður, tengdafaðir hans, fluttist þá að Víðidalstungu. Þau Bjarni og Anna eignuðust fimm börn, en hún andaðist eftir ellefu ára hjónaband. Kom Bjami Þá börnum sínum í fóstur. Elzti sonurinn, Jón, síðar prest- Ur að Tjöm í Svarfaðardal, ólst upp hjá Steingrími bisk- upi, en Hólmfríður ólst upp hjá séra Gunnlaugi Oddsen dómkirkjupresti, að Lambastöðum á Seltjarnarnesi, og konu hans, Þórunni Björnsdóttur prests í Bólstaðarhlíð. Var heimil þeirra annálað fyrir menningarbarg og mynd- arskap í hvívetna. # Um tvítugsaldur kemur Jón Eiríksson austan úr Jök- ulsárhlíð til Reykjavíkur. Árið 1833 er hann í heimaskóla og til heimilis að Lambastöðum hjá Gunnlaugi Oddsen dómkirkjupresti. En séra Gunnlaugur andaðist árið eftir, og hætti Jón þá námi, en gerðist skrifari hjá landfógeta, sem þá var Stefán Gunnlaugsson, og gegndi því starfi til mfiloka. Um þessar mundir var Magnús Eiríksson, bróð- ir Jóns, skrifari hjá Krieger stiftamtmanni. Má geta þess O Föðurætt séra Stefáns er nokkru nánar rakin í bók dr. Uiríks Albertssonar: Magnús Eiríksson, guðfræði hans og trú- arlíf. RV. 1938.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.