Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1952, Side 41

Kirkjuritið - 01.12.1952, Side 41
STEFÁN JÓNSSON, AUÐKÚLU 247 son og Sigurður Gunnarsson, síðar prófastur og alþingis- maður, en hann var ,,tútor“ Stefáns fyrstu skólaárin. Af Jafnöldrum hans og honum samrýmdastir voru þeir Hall- grímur Melsted, Indriði Einarsson, Gestur Pálsson, Ólafur Björnsson (síðar prestur á Ríp), Sigurður Sigurðsson að- Junkt, Jóhann Þorkelsson og Jóhann Meilby. Komu þessir Piltar oft saman heima hjá Hallgrími Melsted, í Suður- Sötu 2. Hefir Indriði Einarsson sagt allýtarlega frá skóla- iífinu á þesum árum í bók sinni Séð og lifað (Rv. 1936). a. getur hann þess, að Nýársnóttin hafi verið leikin í fyrsta sinn í árslok 1871. Þar lék Stefán M. Jónsson Ás- i&ngu ,,með göfugleik og tign“, segir Indriði. Stefán lék einnig í HeUismönnum, og í Skugga-Sveini lék hann Har- ald. Sýnir þetta, að Stefán hefir tekið fullan þátt í skóla- iifinu, þótt efnahagur hans væri þröngur. Hann hafði 0venjulega hljómfagra söngrödd og var því hvarvetna aufúsugestur í glaðan hóp. Stilling hans og prúðmennska, Sem honum var í blóð borin, aflaði honum álits og vin- sælda, hvar sem hann fór. Meðal þeirra, sem greiddu fyr- lr honum og styrktu beinlínis á skólaárunum, voru Hilmar F'insen landshöfðingi og Hallgrímur Sveinsson dómkirkju- Pfestur, síðar biskup. Af kennurum skólans hafði hann mest persónuleg kynni 'að Pétur Guðjohnsen söngkennara, sem hafði hinar ^Uestu mætur á Stefáni fyrir sönghæfni hans og tónlist- argáfu. Stefán lærði á fiðlu og orgel á skólaárum sínum, vafalaust mest af sjálfsdáðum. Hann fékkst nokkuð við tónsmíðar alla æfi, en hélt því lítt til haga. Honum bauðst eifi sinn á þessum árum námsvist erlendis til þess að leggja stund á sönglist, en hann taldi sér skylt að geta Sem fyrst orðið ellistoð móður sinnar og hafnaði því b°ðinu. ^yrsta skólaár Stefáns var Bjarni Jónsson rektor. Hann Var stjórnsamur maður og hrjúfur á yfirborði, en góð- Jartaður og drenglundaður. Þegar Stefán og aðrir ný- Syeinar höfðu lokið inntökuprófi, kom rektor inn til þeirra,

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.