Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1952, Side 43

Kirkjuritið - 01.12.1952, Side 43
249 STEFÁN JÓNSSON, AUÐKÚLU í Víðidal. Þar hittu þeir fyrir skólabróður sinn, Björn M. Ölsen, er dvaldist þá um hríð með móður sinni, Ingunni Jónsdóttur frá Melum, og stjúpföður sínum, Pétri bónda Kristóferssyni. Frá Borg héldu þeir nafnar til Skaga- fjarðar, en þar munu leiðir hafa skilizt. Stefán Magnús létti ekki för sinni fyrr en á Stóra-Eyrarlandi í Eyjafirði. Þar átti þá heima Hildur Eiríksdóttir, föðursystir hans, og Þorbjörg, dóttir hennar, en þau voru þá heitbundin, Þorbjörg og Stefán. Stóð brúðkaup þeirra þegar eftir norðurkomu Stefáns, 22. júní, og gaf séra Daníel prófast- Ur Halldórsson á Hrafnagili brúðhjónin saman. Var veð- ur sérstaklega bjart og unaðslegt í Eyjafirði þennan dag, en fram til þess hafði vorið verið kalt og rysjótt. Þóttu slík veðrabrigði hið mesta hamingjumerki, enda varð sam- búð þeirra hjóna hin ástríkasta. * En vestur í Svartárdal beið prestakall og bújörð, og þangað urðu ungu hjónin að hraða för sinni — í ókunna sveit til ókunnugs fólks. Með þeim fór til langdvalar Hild- ur Eiríksdóttir og tvær sonadætur hennar á æskualdri, Hildur Eiríksdóttir yngri og Þórhildur Benediktsdóttir. Bergstaðir voru fremur rýrt prestakall. Tekjur prests- ins voru metnar á 1000 kr. á ári. Þar í var fólgið eftir- gjald jarðarinnar og heimatekjur, en landsjóður greiddi 200 kr. uppbót í peningum, og þótti það eigi lítil búnings- bót. Húsakynni á Bergstöðum voru lítil og léleg. Bað- stofan var alls fjórar rúmlengdir (stafgólf), fjögurra álna breið undir lágreistri skarsúð. Eitt stafgólf var afþiljað í hvorum enda, kölluð „sængurhús". Miðbaðstofan var nieð föstum rúmbálkum og moldargólfi, en þiljur áttu að heita yfir bálkunum. Við rúmstokkana voru djúpar gryfj- ur í moldargólfið, enda hafði verið prestlaust á Bergstöð- um árið áður og umgengni ekki góð. Þegar úttekt á jörð- inni fór fram um vorið, urðu þeir séra Eiríkur Briem, í Steinnesi, og séra Stefán að sitja á rúmbálkum og skrifa

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.