Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1952, Síða 50

Kirkjuritið - 01.12.1952, Síða 50
256 KIRKJURITIÐ dreif í fréttablöðum. Leikrit samdi hann fyrir samkomur sveitunga sinna, en þau munu glötuð. Enn má geta þess, að hann varð einna fyrstur manna á landi hér til þess að læra Esperantó og hafði gert handrit að kennslubók í því máli áður en bók Þorsteins hagstofustjóra kom út (1909). — En langbezta tómstundayndi séra Stefáns var jafnan tónlistin. Hann samdi margt sönglaga, sem voru lærð og sungin þar í sveit, en að öðru leyti er mér ekki kunnugt um örlög þeirra. Stundum, en ekki oft, tók hann fiðlu sína og lék fyrir heimafólk sitt á kvöldvökum. Eftir að séra Stefán lét af prestskap, dvaldist hann og frú Þóra áfram á Auðkúlu ásamt gamalli konu, sem lengi hafði verið á vist með þeim. Héldu þau ofurlitlum bú- stofni eftir og höfðu heyskap eftir þörfum. Ævikvöld hans var kyrrlátt og áhyggjulaust í skjóli sonar síns, séra Bjöms, og fjölskyldu hans. Árið 1923 átti hann 50 ára stúdentsafmæli og brá sér þá til Reykjavíkur í síðasta skipti á æfinni. Aðeins tveir bekkjarbræður hans voru þar fyrir, þeir séra Jóhann Þorkelsson og Guðmundur læknir Guðmundsson, áður í Laugardælum. Auk þess hitti hann fornvin sinn Indriða Einarsson, sem varð stúdent ári á undan honum. í þessari för söng hann messu í síð- asta sinn í dómkirkjunni í Reykjavík, og fannst áheyr- öndum mikið til um glæsilega framkomu hins sjötuga sveitaprests. 1 Reykjavík voru æskustöðvar séra Stefáns. Þótt bær- inn hefði tekið miklum stakkaskiptum, átti hann þar margs að minnast. Þar hvíldi faðir hans og Sigríður, systir hans, sem hafði verið honum mjög kær. Móðir hans hafði flutzt norður að Bergstöðum um 1880 og dvalizt þar og á Auð- kúlu til hinztu stundar, 1894. Séra Stefán andaðist að Auðkúlu 17. júní 1930 á 79. aldursári. Hann hafði verið heilsuhraustur alla æfi. Þó átti hann um skeið við hjartakvilla að stríða, sem hafði írför með sér mikla vanlíðan, meðan yfir stóð. Þessi kvilli
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.