Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1952, Page 51

Kirkjuritið - 01.12.1952, Page 51
STEFÁN JÓNSSON, AUÐKÚLU 257 varð fátíðari með aldrinum og varð ekki banamein hans. Hann andaðist úr lungnabólgu eftir mjög stutta legu og hafði fullt ráð og rænu til hins síðasta. • Af viðkynningu minni og ættingja minna við séra Stefán M. Jónsson ásamt því, sem ég hefi kynnt mér æfi- feril hans síðan, blandast mér ekki hugur um, að hann hafi verið óvenjulegur mannkostamaður og prýði sinnar stétt- ar- Störf hans voru unnin í kyrrþey í fremur afskekktu byggðarlagi. Minning hans er hvorki höggvin í stein né Sreypt í málm. „Umgerðin er góðra drengja hjörtu“. Hann var ekki auðugur maður, ekki héraðsríkur eða um- svifamikill á veraldarvísu. En hann átti flesta þá kosti, er sannan aðalsmann mega prýða. Farsæld fylgdi störf- UtTi hans, og minning hans er tengd drengskap og ljúf- fiiennsku. Hver kynslóð er aðeins lítill steinn í hina miklu bygg- lngu eilífðarinnar, og hver einstaklingur er sem lítið sand- korn. Þannig er öllu afmörkuð stund, og sérhver hlutur ^ttdir himninum hefir sinn tíma. Júní 1952, Jón Eyþórsson. L

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.