Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1952, Page 54

Kirkjuritið - 01.12.1952, Page 54
 Vegurinn góði. Fyrir nær tveimur áratugm tom brautryðjandi Oxfordhreyfingar- innar, dr. Frank Buchman, til Islands á skemmtiferðaskipi. Hann kom þá til ritstjóra Kirkjuritsins og skýrði honum frá hreyfingunni og sendi honum síðar nokkrar bækur um hana. Á þeim heimildum er það reist, sem segir um hreyfinguna í fyrsta árgangi Kirkjuritsins, 1935. Nú er hreyfingin nefnd „Endurvopnunin siðferðilega“, og er miðstöð hennar 1 Caux á Svisslandi. Þangað hafa ýmsir Islendingar komið, m. a. séra Jakob Jónsson og séra Öskar J. Þorláksson dómkirkjuprestur. Dr. Buch- man man vini sína á Islandi. M. a. hefir hann skrifað ritstjóra Kirkju- ritsins og sent honum erindi það, sem hér fer á eftir. Hvarvetna leitast menn við að finna veginn góða til öryggis. Ótti ægir öllum og gjörir loftið í mannheimi lævi blandið. Ráðstefna tekur við af ráðstefnu, en friður er engu nær. Fjárhagsvandamál ógna bæði gamla heim- inum og hinum nýja. Sameinuðu þjóðirnar mæðast undir ofurþunga þeirra og þær skortir réttan anda til að fást við þau. Þjóðir missa trúna á leiðtogum sínum og stjóm- málamennirnir — dugandi alvörumenn — erfiða, en sjá engan ávöxt starfa sinna. Sumir ætla, að leggja verði út í annað stríð. Mér virð- ist þeir menn ekki vera með öllum mjalla, En þeir eru til, sem vilja fúsir ganga út í allar þær ógnir, ef það skyldi vera leiðin út úr ógöngunum. Alstaðar sjáum vér óeiningu. Sundurþykkja er einkenni vorra tíma. Menn rísa öndverðir hverir gegn öðrum sök- um þjóðernis, kynþátta, stéttar, flokkssjónarmiða eða blátt áfram af því, að skoðanir þeirra eru ólíkar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.