Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1952, Side 56

Kirkjuritið - 01.12.1952, Side 56
262 KIRKJURITIÐ ing verður á hjartanu. Þá er vér förum þennan veg, ger- ast kraftaverk og þeim fylgja endurfæðing og öryggi. Stáliðnaðarmaður kom til miðstöðvar vorrar hér í Caux. Hann hefir verið Kommúnisti í 28 ár. Hann hafði alið dóttur sína þannig upp í stefnunni, að hún varð enn róttækari en hann. Nú breyttist dóttirin og fékk föður sinn til að koma til Caux. Áður en hann skildi við oss, las hann upp kvæði, er hann hafði ort. Það er sem hér segir: Ég horfi á ráðsályktun Guðs og beygi kné mín fyrir honum. Ég virði fyrir mér kraftaverkið mikla: Breytinguna á eigingjörnum manni. Fcmnirnar á fjallatindunum eru ekki annað en huliðstjald náðarinnar. Guð ætlar hverjum manni ákveðið hlutverk. Hver maður á sinn vissa reit. Stáliðnaðarmaðurinn skrifar nú: Ég er orðinn nýr mað- ur í samfélagi við Krist. Sú reynsla, sem ég hlaut í Caux, staðfesti að eilífu samband mitt við hinn hæsta. Þetta er í fyrsta sinn árum saman, sem ég hefi ritað eitthvað and- legt, því að í 28 árin síðustu hefi ég notað pennann og gáfurnar til þess að básúna trú mína á efnishyggjuna og Marxismann.“ Ho herforingi í Kína kom til þings Endurvopnunarinn- ar siðferðilegu, sem haldið var í Vesturheimi. Þetta eru sannindin nýju, sem hann sá þar. Hann seg- ir: „Síðustu tuttugu árin, sem ég barðist gegn efnishyggj' unni í Kína, beitti ég valdi gegn valdi og skipulagi gegn skipulagi. Nú hefi ég komizt að þeirri öruggu niðurstöðu, að ég verð að berjast með hugsjón gegn hugsjón. Nú metur Ho herforingi mest siðabót Kína. Hann trú- ir því, að samfara efnahagslegri viðreisn verði að koma þróttmikil siðferðileg viðreisn, er lyfti þjóðinni á hærra menningarstig. 1 stuttu máli, þá er til einskis gagns að

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.