Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1952, Page 60

Kirkjuritið - 01.12.1952, Page 60
jfjfjfjfjfjfjfjf^fjfjfjfjfjfjfjfjf^fjfjf+jfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjfjf********** 'liilóuLrtuir fori^ótuimaciuu*. ★ ★ ★ ★ ★ ★ ír ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Eins og kunnugt er, nýtur séra Valdimar J. Eylands hins bezta trausts með löndum sínum vestan hafs, og hafa þeir falið honum mörg og mikil trúnaðarstörf. Hann hefir um langa hríð þjónað stærsta söfnuði íslendinga í Vestur- heimi, Fyrsta lúterska söfnuðinum í Winnipeg. Og nú á þessu ári hefir hann bæði verið kjörinn forseti Lúterska kirkjufélagsins og Þjóðræknisfélagsins. Ennfremur hefir hann nýlega tekið við ritstjórn Sameiningarinnar. Ber þetta allt glöggt vitni um það, hvers álits hann nýtur, enda er hann atorkumaður mikill, áhugasamur, vel máli farinn, ágætlega ritfær og yfirleitt hið bezta til foringja fallinn. Hér á íslandi eignaðist séra Valdimar einnig marga vini, þegar hann var prestur í Útskálaprestakalli 1947—8, og meta þeir hann mjög mikils vegna mannkosta hans og hæfileika. Varð þeim söknuður að því, er hann hvarf burt héðan með konu sinni og börnum. Kirkjuritið vill geyma mynd þeirra allra og sendir þeim beztu kveðjur og jólaóskir. Farsæld og blessun fylgi séra Valdimar í margþættu starfi, vandasömu og veglegu. Hann er einn hinna hógværu, sem munu landið erfa. Á. G.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.