Kirkjuritið - 01.12.1952, Síða 68
»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
BÓKAFREGNIR
Richard Beck: Ættland og erfðir. Úrval úr ræðum og
ritgerðum. — Bókaútgáfan Norðri. Reykjavík 1950.
Dr. Richard Beck prófessor mun vera einn af mikilvirkustu
rithöfundum íslenzkum austan hafs og vestan. Væri það allt
komið saman í einn stað, sem eftir hann hefir birzt- á prenti,
þá myndu menn undrast, hve miklu hann hefir þegar afkast-
að ekki eldri maður. Fer það saman, að hann á lipran penna,
og er ólatur að beita honum. Honum er það helgast og heit-
ast áhugamál, sem skáldið kvað:
„Þeir ættu að geyma arfinn sinn,
sem erfðu þessa tungu.“
Þann þreytist aldrei á að halda á lofti því, sem fegurst er
í bókmenntum vorum að fomu og nýju og vinnur þannig mik-
ilvægt starf til vemdar þjóðemi vom og tungu.
Hann skrifar meðal annars:
„Mér er hugstæðast að minna yður á, að vér íslendinga1-
erum stórauðug þjóð, miklu ríkari en margir vor á meðal gera
sér fulla grein fyrir. Vér eram hluthafar í margþættum og
glæsilegum menningararfi. Þau verðbréf vor standa í gu^s
gildi, hvað sem líður sveiflunum á stormasömum heimsmark-
aðinum.
Vér eigum sígildar (klassiskar) fombókmenntir, jafn snilld'
arlegar að efnismeðferð, málfæri og mannlýsingum. ... í ls'
lendingasögunum er heiðríkja og hreinviðri; því er það hug-
arhressing og göfgan að eiga samneyti við þá menn og kon-
ur, sem þar klæðast holdi og blóði fyrir sjónum lesandans-
Listgildi og lífsgildi haldast þar löngum dyggilega í hendur. •
Eigi er minni andleg nautn að því að setjast við fætur skálda
Eddu-kvæðanna og nema af þeim ljóðspeki og lífsspeki. ti '
auðugar og stórfelldar eru þær myndir, sem bragðið er UPP