Kirkjuritið - 01.12.1952, Side 73
SAMTÍNINGUR 279
3. Mundu, að þú öðlast ekki andlega farsæld fyrr en þú ert
búinn að fyrirgefa.
4. Það er ekki nóg að hugsa sér að fyrirgefa. Á ákveðnu
augnabliki verðurðu að geta sagt: Með Guðs hjálp fyrirgef ég
nú.
5. Settu nafn þess raanns, sem þú þarft að fyrirgefa, inn
1 Faðirvorið. Hafðu það oft yfir ... fyrirgef oss vorar skuld-
lr, svo sem vér og fyrirgefum N.N.
6. Gerðu þér það að reglu að biðja fyrir andstæðingi þínum.
7. Talaðu vingjamlega við aðra um þann, sem þú berð kala
til.
8. Skrifaðu stutt, vinsamlegt bréf. Láttu það ekki á þig fá,
þótt þú fáir ekki svar. Þú hefir hreinsað hjarta þitt og það
er aðalatriðið.
9- Gerðu þér ljósar orsakimar til óvináttunnar, svo að þú
getir leiðrétt villurnar hjá sjálfum þér.
Þannig farast þessum ameríska lækni orð. Þurfum við ekki
a þessum meðölum hans að halda?
*
>,Að hefna sín — það er eins og að berja utan bergið og
blóðga hnúana“, segir Hagalín í einni skáldsögu sinni.
G. Br.
FUNDUR GUÐBRANDSDEILDAR
haldinn að Reynistað 17. ágúst 1952.
Sunnud. 17. ágúst s.l. var fundur Guðbrandsdeildar haldinn
1 samkomuhúsinu að Reynistað í Skagafirði að loknum mess-
11111 í nokkrum kirkjum í héraðinu. Á Reynistað prédikaði séra
■borsteinn B. Gíslason prófastur í Steinnesi, en séra Gunnar
^íslason þjónaði fyrir altari. Á Sauðárkróki prédikaði séra
Pétur Ingjaldsson á Höskuldsstöðum, en séra Bjöm Bjömsson
Þjónaði fyrir altari. Á Víðimýri prédikaði séra Gunnar Árna-
S011 á Æsustöðum, en séra Bjartmar Kristjánsson þjónaði fyr-
lr altari. Á Flugumýri prédikaði séra Sigurður Norland í Hind-
isvík, en séra Láms Amórsson þjónaði fyrir altari. Séra Ragn-
ar Fjalar Lárusson messaði á Miklabæ. Á Hólum í Hjaltadal