Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1952, Síða 74

Kirkjuritið - 01.12.1952, Síða 74
280 KIRKJURITIÐ messuðu þeir séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup og séra Helgi Konráðsson, er prédikaði. Fundinn sóttu alls 10 prestar af félagssvæðinu, en það nær yfir Skagafjarðar- og Húnavatnsprófastsdæmi, og söfnuðust þeir á fundarstað um kl. 4, ásamt sóknarfólki. Var þar sezt að veitingum, sem húsfreyjur Staðarhrepps báru fram. For- maður félagsins, séra Gunnar Ámason, setti fundinn og stýrði honum. Bauð hann sérstaklega velkominn á fundinn séra Frið- rik Friðriksson, sem staddur var í Skagafirði og var boðinn á fundinn. Umræðuefni hins almenna fundar var starf prestsins utan kirkju, og fluttu þeir framsöguerindi séra Pétur Ingjaldsson og Jón Sigurðsson alþingismaður á Reynistað, en síðar urðu umræður, sem bæði prestar og sóknarmenn tóku þátt í. Milli ræðnanna var almennur söngur undir stjóm Jóns Bjömssonar bónda og söngstjóra á Hafsteinsstöðum. Fundinum lauk með því, að séra Friðrik Friðriksson flutti bæn og drottinlega bless- un og fundarmenn sungu. Að loknum þessum almenna fundi héldu prestarnir félags- fund sinn. Formaður minntist séra Guðbrands Björnssonar prófasts í Hofsósi, sem flutt hefir af félagssvæðinu, og vottaði honum þakkir. Þá bauð formaður velkominn nýjan félaga, séra Ragnar Fjalar Lárusson í Hofsós. Samþykkt var að halda i framtíðinni þeim hætti, sem nú er tekinn upp, að messa fund- ardaginn í eins mörgum kirkjum og unnt er í nánd við fund- arstað. Síðan var rætt frekar um framtíðarstarf deildarinnar og kosin stjóm hennar. Skipa hana þeir séra Gunnar Ámason, formaður, séra Helgi Konráðsson og séra Þorsteinn B. Gísla- son. Leiðréttingar. Á bls. 147 hafa orðið línubrengl. Skal því frá' sögnin endurprentuð hér: Frú Sigurlína Guðjónsdóttir, kona séra Roberts Jack 1 Grímsey, andaðist hér í bænum 2. marz s.l. eftir langa og þunga sjúkdómslegu. Hún var fædd 15. febrúar 1908 að Þiðriksvöll- um í Strandasýslu. Hún giftist séra Robert Jack 30. júní 1944. Hún var kona hlédræg, hógvær og skyldurækin og helgaði störf sín heimilinu og börnunum. Við andlát hennar er þung' ur harmur kveðinn að eiginmanni hennar og ástvinum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.