Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1952, Side 76

Kirkjuritið - 01.12.1952, Side 76
282 KIRKJURITIÐ um, en „afskipti af stjómmálum“ heitir allt í starfi prestanna, sem ekki fellur valdhöfunum í geð. Þeir prestar, sem ekki vilja beygja sig, eru miskunnarlaust ofsóttir. Ný lútersk kirkjuskipun í Ungverjalandi. Samkv. fregnum frá Ungverjalandi hefir ný lútersk kirkju- skipun verið samþykkt þar í landi, er miðar að því, að ríkis- valdið fái ótakmörkuð umráð yfir málefnum kirkjunnar. —■ Nokkrir af leiðtogum kirkjunnar sögðu af sér embættum, áður en kirkjuskipunin var undirrituð. Lúterska kirkjan telur 430 þúsund meðlimi, en allir helztu embættismenn hennar eru nú útnefndir af stjómarvöldum landsins. Útvarpsstöð í þjónustu kristindómsins. í ráði er, að á næstunni verði reist sérstök útvarpsstöð í Norður-Afríku, til þess að varpa út kristilegri dagskrá til landa við Miðjarðarhafið og landanna fyrir austan „járntjaldið". Stöðin verður reist á alþjóðasvæðinu í Tangiers og starfrækt fyrir fé, sem einstök kirkjufélög og áhugamenn leggja til. Ut- varp þetta á að heita „Rödd kristindómsins". Ó. J. Þ. INNLENDAR FRÉTTIR Séra Ingi Jónsson hefir verið skipaður prestur í Norðfjarðarprestakalli fra 1. október. Séra Þorbergur Kristjánsson hefir verið skipaður prestur í Bolungarvíkurprestakalli fra sama tíma. Séra Árelíus Níelsson hefir verið skipaður prestur í Langholtsprestakalli frá nóvember. Séra Gunnar Árnason hefir verið skipaður prestur í Bústaðaprestakalli frá sama tíma.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.