Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Side 9

Kirkjuritið - 01.12.1953, Side 9
JÓL — MINNINGAR 231 gagntaki mannssálirnar. Óskum, að björtu minningarnar frá jólum bernsku og æsku verði friðarenglar, sem tengi hinar stríðandi þjóðir í eina órofa heild bræðralagsins. Og nú á þessari stundu er himinninn kominn ofan á jörðina og Jesús, jólabarnið, stendur við dyr þínar, áheyr- andi minn, hver sem þú ert og hvar sem þú ert, og segir: ,,Friður sé með yður.“ Hann þráir að bera frið sinn og boðskap fyrirgefningarinnar, boðskap jólanna: friður á jörðu, inn í hvern einasta bæ og hvert einasta hjarta. Ekkert gæti valdið slíkri blessun í mannheimum sem t>að, að sú ósk mætti rætast. Ekkert gæti gefið meira Ijós. Ekkert gæti fremur vafið ilmi vorsins og gleðinnar, jafnt um kot og konungshöll: Hver, sem getur tekið á móti slíkri jólagjöf í brosljóma fegurstu minninganna, hann eða hún er barn hamingjunnar, bróðir eða systir jólabarnsins. Árélíus Níelsson. Gleðileg jól. Jólanna dýrð nú andar að með orð, sem brenna í hjarta. Heilaga röddin, hún er það. Hátíðin runnin bjarta. Frelsari heimsins fæddur er, fjárhúsið opið stendur, með gleðisöng inn göngum vér. Guðsson er til vor sendur. Ingibjörg GuÖmundsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.