Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 16

Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 16
238 KIRKJURITIÐ Það var um bjarta nótt, snjóföl á jörðu — því að vetur var, og mjöllin glitraði eins og ótal stjörnuneistar. Systir mín og maður hennar stóðu á götunni, því að ekkert rúm var fyrir þau í gistihúsunum. Þau voru full af ferðamönn- um hvaðanæva að, sem komnir voru til þess að láta skrá- setja sig í Betlehem. Og jafnvel þótt rúm hefði verið fyrir þau, þá hefði Jósef ekki getað greitt gestgjafanum, því að hann var fátækur maður. Þessa nótt fór systir mín að fá fyrstu hríðimar, og tími var kominn til þess að setja hana í fæðingarstólinn. Þá hljóp maður hennar út úr borginni og fann skammt frá henni hóp af hirðum, og þeir buðust til að sækja brúði hans og koma henni fyrir í fjárhúsi, þar sem þeir geymdu lömbin sín nýfæddu. Þar ól systir mín fyrsta barn sitt og vafði það reifum og lagði í fóðurtrog, en maður hennar hjálpaði henni. Allir höfðu yfirgefið þau, en Guð hafði hjálpað þeim, og hann sendi engil, sem nam staðar fyrir framan þau og mælti: Öttast eigi, því að ég boða þér tíðindi, sem munu verða fagnaðartíðindi öllum lýðum. Og allt í einu var eins og himnarnir hefðu opnazt yfir fjárhúsinu, þar sem systir mín lá með litla drenginn sinn, og hersveitir engla komu niður frá himnum. Og voldugur söngur var hafinn yfir barninu: Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með mönnunum, sem hann hefir velþóknun á. Og allt í einu....“ Lúkas við legubekkinn starði hugfanginn á sýnina, himnana opna. Hann sá englana streyma eins og gullið fljót til jarðarinnar. Þeir héldu á hörpum í höndunum og slógu hring um barnið nýfædda. Og Lúkas heyrði gömlu konuna hvísla aftur og aftur: Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með mönnunum, sem hann hefir velþóknun á.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.