Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Side 25

Kirkjuritið - 01.12.1953, Side 25
SIGURGEIR SIGURÐSSON BISKUP 247 1 rauninni hefði hann átt að fá að lifa og starfa í heimi, þar sem mennirnir voru betri, bræðralagið heilla og bjart- ara yfir öllum leiðum. En eru það ekki einmitt slíkir menn, sem með bjartsýni sinni og trúartrausti lyfta sam- tíð sinni og hefja hana í sólarátt? Hann var starfsins maður. Hann skildi mikilvægi þess, að vinna meðan dagur er og gjöra vilja síns himneska Lagt af stað frá biskupssetrinu, Gimli. föður. Hann tók vökuna fram yfir svefninn, starfið fram yfir hvíldina. Hann kunni ekki að hlífa sér. Og á vett- vangi starfsins hneig hann, þegar kallið var komið. Hann var einnig orðsins maður. Ekki fyrst og fremst hins hnitmiðaða orðs og margfágaða máls. Hann var mað- ur hins lifandi orð, — orða, sem hin innri glóð gerði máttug og sterk. Já, yfir öllum þeim minningum, sem vér vinir hans og samstarfsmenn geymum um hann, er heiðríkja og birta.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.