Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 34

Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 34
256 KIRKJURITIÐ viti dæmi til“. Það sáu söfnuðir hans vestur við Djúp, sem nú drúpa höfði með harmi og hafa sent fulltrúa sína hingað til að vera við útför hans. Það sáu allir, sem biskupsdóm hans þekktu. Svo var hann heill, að allan feril sinn frá æskuárum og að efstu stund helgaði hann kirkju Krists. Þar fann hann hlutverkið, sem honum hafði verið trúað fyrir. Hann leit hvorki til hægri né vinstri eftir öðrum verkefnum, þótt vafalaust ætti hann þeirra kost. Kirkjan átti hug hans allan, og þess vegna var honum trú- að fyrir biskupsstafnum. Þrotlaust vann hann að innri málum hennar, og út á við kom hann fram henni til sæmd- ar. Hann ferðaðist sem fulltrúi þjóðar sinnar og ríkis- stjórnar um byggðir Vestur-Islendinga og ávann sér þær vinsældir, að fá munu þess dæmi um aðra menn, ef til eru. Með skeytum, blómaskrúði og kveðjum hafa Vestur- Islendingar sýnt hug sinn yfir hafið heim. I margs konar félagslífi tók hann þátt og átti samskipti við mikinn fjölda ólíkra manna. Sumum kann að hafa þótt sem þetta hlyti að dreifa starfskröftum hans, en af nánum kynnum full- yrði ég, að allt þetta starf var hann að vinna fyrir kirkj- una. Með einurð sá hann um það, að kirkja íslands gleymd- ist ekki, þar sem hann var. Kirkjustjórn hans verður hér ekki rakin, eða um ein- stök afrek hans talað. Frá því mun kirkjusaga Islands segja á sínum tíma. Á tveim tungum getur ekki leikið, að með biskupsdómi hans hefst nýr áfangi í sögu kirkju vorrar, sem bar á ýmsan hátt nýjan svip. Það var fjarri skaplyndi hans að ganga að öllu gamlar og troðnar brautir. Og mér er kunnugt um það, að sá blær frjálslyndis, frjáls- mannlegrar framkomu og víðsýnis, sem fylgdi honum, vakti athygli erlendra kirkjuhöfðingja, er hann sat fundi þeirra. Um tvo stórbrotna samtíðarmenn á biskupastólum Is- lendinga var sagt, að annar þeirra hafi gengið sniðvegu að marki sínu, en hinn gengið eins og björninn beint fram- an að hverjum vanda, og hafi þó báðir komið upp á einum

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.