Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 43

Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 43
SIGURGEIR. SIGURÐSSON BISKUP 265 skipaður vorið 1927, er Páll prófastur Ólafsson í Vatns- firði lét af því starfi fyrir aldurs sakir. Þótt alloft vilji verða misbrestur á því, að söfnuðir meti að verðleikum andlega forystumenn sína, þá munu Isfirðingar frá upphafi hafa virt og dáð hinn unga prest sinn, bæði sem mann og andlegan leiðtoga, enda hygg ég, að fullyrða megi, að starfsferill séra Sigurgeirs á Isafirði, bæði sem prests og prófasts, hafi verið með þeim glæsi- brag og ágætum, sem fágætt má telja. Séra Sigurgeir var á allan hátt virðulegur og glæsilegur kennimaður. Hann var, sem alkunnugt er, fríður maður sýnum og höfðing- legur jafnt utan kirkju sem innan. Hann var snjall ræðu- maður, var þó alla ævi að vaxa og þroskast í „orðsins list og snilli“, enda var hann mjög vandvirkur og lagði mikla vinnu í ræðugjörð sína, þótt tími væri stundum naumur, þegar margvísleg störf kölluðu að. Þá var hann ágætur söngmaður, enda hafði hann þjálfað rödd sína og lært að beita henni af kunnáttu, þegar á sínum stúdentsárum. Það lék því ei á tveim tungum, að öll hans prestsverk væru framkvæmd á einkar fagran, smekkvísan og virðu- legan hátt. Enn í dag minnast Isfirðingar með hrifningu og þakklæti fjölmargra embættisverka hans. 1 hugum þeirra leikur fögur birta um minningu hans og störf. — Þótt starfssvið séra Sigurgeirs væri bæði mikið og marg- þætt á Isafirði, rækti hann öll sín embættisstörf með frá- bærri samvizkusemi og skyldurækni, enda var hann óvenju mikill starfsmaður, svo að heita mátti, að hann væri aldrei óvinnandi, nema þá er hann tók á móti gestum, er að garði bar. Vinnan var unun hans og lífsnautn. Starfið fyrir kirkjuna var þó ávallt hans helgasta hjartans mál. Þegar hin íslenzka kirkja var annars vegar, var engin fórn of stór, engin fyrirhöfn of mikil, til þess að auka veg hennar, vald og áhrif. Bera embættisbækur Norður- Isafjarðarprófastsdæmis ljós vitni um árvekni hans, skyldu- rækni og nákvæmni varðandi allt það, er að embætti hans laut.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.