Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Síða 43

Kirkjuritið - 01.12.1953, Síða 43
SIGURGEIR. SIGURÐSSON BISKUP 265 skipaður vorið 1927, er Páll prófastur Ólafsson í Vatns- firði lét af því starfi fyrir aldurs sakir. Þótt alloft vilji verða misbrestur á því, að söfnuðir meti að verðleikum andlega forystumenn sína, þá munu Isfirðingar frá upphafi hafa virt og dáð hinn unga prest sinn, bæði sem mann og andlegan leiðtoga, enda hygg ég, að fullyrða megi, að starfsferill séra Sigurgeirs á Isafirði, bæði sem prests og prófasts, hafi verið með þeim glæsi- brag og ágætum, sem fágætt má telja. Séra Sigurgeir var á allan hátt virðulegur og glæsilegur kennimaður. Hann var, sem alkunnugt er, fríður maður sýnum og höfðing- legur jafnt utan kirkju sem innan. Hann var snjall ræðu- maður, var þó alla ævi að vaxa og þroskast í „orðsins list og snilli“, enda var hann mjög vandvirkur og lagði mikla vinnu í ræðugjörð sína, þótt tími væri stundum naumur, þegar margvísleg störf kölluðu að. Þá var hann ágætur söngmaður, enda hafði hann þjálfað rödd sína og lært að beita henni af kunnáttu, þegar á sínum stúdentsárum. Það lék því ei á tveim tungum, að öll hans prestsverk væru framkvæmd á einkar fagran, smekkvísan og virðu- legan hátt. Enn í dag minnast Isfirðingar með hrifningu og þakklæti fjölmargra embættisverka hans. 1 hugum þeirra leikur fögur birta um minningu hans og störf. — Þótt starfssvið séra Sigurgeirs væri bæði mikið og marg- þætt á Isafirði, rækti hann öll sín embættisstörf með frá- bærri samvizkusemi og skyldurækni, enda var hann óvenju mikill starfsmaður, svo að heita mátti, að hann væri aldrei óvinnandi, nema þá er hann tók á móti gestum, er að garði bar. Vinnan var unun hans og lífsnautn. Starfið fyrir kirkjuna var þó ávallt hans helgasta hjartans mál. Þegar hin íslenzka kirkja var annars vegar, var engin fórn of stór, engin fyrirhöfn of mikil, til þess að auka veg hennar, vald og áhrif. Bera embættisbækur Norður- Isafjarðarprófastsdæmis ljós vitni um árvekni hans, skyldu- rækni og nákvæmni varðandi allt það, er að embætti hans laut.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.