Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 70

Kirkjuritið - 01.12.1953, Page 70
292 KIRKJURITIÐ 1 sambandi við þingið fluttu prestar og guðfræðingar úr hópi gestanna guðsþjónustur í flestum kirkjum bæjar- ins.. Sérfundir ýmissa bindindissamtaka voru haldnir í sambandi við þingið, svo sem hinna kristnu bindindissam- taka á Norðurlöndum, en þau eru víðast utan Islands öflug og mannmörg. 1 sambandi við þingið voru farnar skemmtiferðir til Þingvalla, Gullfoss og Geysis, og setið að borðum í boði ríkisstjórnar og Reykjavíkurbæjar. Fulltrúum frá öllum löndunum var og boðið að heimsækja forsetahjónin að Bessastöðum, en þau höfðu verið viðstödd setningu þings- ins. Þá komu þingfulltrúar einnig að Jaðri í boði góð- templarareglunnar. Flesta þingdagana var veður hið ákjósanlegasta, og rómuðu gestirnir allir mjög landið og viðtökurnar. Eftir blaðafregnum að dæma, sem hingað hafa borizt, vom þeir mjög ánægðir með komuna hingað, og er þess að vænta, að þetta þing hafi stutt að raunverulegri samkennd meðal Norðurlandaþjóðanna og aukinni kynningu á landi voru og þjóð, jafnframt því sem það má teljast áfangi á leið- inni til aukinnar samvinnu um það mikilvæga málefni, sem það var helgað. Björn Magnússon. ★ Vestur-íslenzk prestshjón frá Seattle á Kyrrahafsströnd, frú Svava og séra Eric Sigmar, dveljast í vetur hér á landi. Þau komu síðastliðið haust og ferðuðust þá um Norðurland og heimsóttu ættfólk sitt. Séra Eric stundar nám við Háskólann bæði í guðfræðisdeild og heimspekisdeild. Hann er sonur séra Haralds Sigmars, sem um skeið var forseti Evangelisk-lúterska kirkjufélagsins með Vestur-íslendingum.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.