Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 4

Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 4
u \ppnian. Sjá geislastraum frá guðdóms Ijóma hreinum. Af grafar svefni Kristur risinn er. Hann gengur út að heilsa svanna og sveinum. Um sólar upprás dagur byrja fer, þá fögur birta færist löndin yfir. í framtíð sálin eftir dauðann lifir. Sjá Hvíta-Krist úr heljar djúpi genginn með hetjuljóma, góðvild, líf og frið. Hann leið og dó, þá framsýn lífs er fengin. Hans faðmur tekur góðum börnum við. Því hann vill öllum himnaljómann sýna. Og hreinsa mig og bæta galla mína. Ö! vertu hjá mér, herra lífsins landa, af Ijóma þínum get ég orðið hreinn. Ég þrái að finna helgun heilags anda. Því hjarta mitt er líkt og kaldur steinn. Ó! gef mér sýn, að geisla tungur skíni, svo grimma hjartað, klaka steinninn hlýni. Ég hlakka til að finna ástar ylinn frá upprisunnar björtu morgunsól. — Sá ylur þíði blinda haturs bylinn. Þar bræðralagsins friðar vonin kól. Ó! lát þú, Drottinn, lífsins geisla streyma um lönd og sálir inn í dauðans heima.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.