Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 22
164 KIRKJURITIÐ vegar segir Ólafur Hjaltason svo sjálfur, að faðir sinn hafi róið suður um land 18 vertíðir. Ef til vill hefir það verið í þágu Hólastóls og Hjalti verið formaður. Um móðerni herra Ólafs er ekkert vitað. Á einum stað grillir i skyldleika við nafngreinda samtíðarkonu, er herra Ólafur nefnir Ragnhildi Árnadóttir á Grimsstöðum frændkonu sína. En heimild þessi virðist ekki koma að neinu gagni við tilraunir til áreiðanlegrar ættfærslu herra Ólafs. Ólafur biskup fæddist í þenna heim um veturinn 1499 til 1500 samkvæmt eigin vitnisburði, er fram kemur í skjali frá 12. júlí 1561. Segir þar, að hann hafi haft sjö um tvítugt, er hann tók við prófastsdæmi í Húnavatnssýslu fyrir utan Kvísl- ir, en að hann væri 60 ára og nokkru betur, þá er skjalið er gert. Svo vel vill til, að bréf Jóns biskups Arasonar um pró- fastsdæmið hefir varðveitzt og er dagsett hinn 20. júli 1527. Þar sem segir sums staðar í heimildum, að herra Ólafur hafi orðið nálægt 85 ára eða 88 ára, þá virðist þar ruglað saman við aldur föður hans, sem herra Ólafur segir sjálfur um, að hafi orðið 84 ára. Um æsku hans og uppvöxt vitum vér það eitt með fullu öryggi, sem hann segir sjálfur, að hann hafi farið með biskup Gottskálk heitnum, góðrar minningar, fjórtán vetra gamall og þaðan af eldri til Alþingis og komið við í Kalmanstungu hjá Halldóri bónda Þorgeirssyni. Af þessu mætti ráða það, að Ólafur hafi verið vistfastur að Hólum og notið kennslu í dóm- kirkjuskólanum, sem efalaust hefir ætið verið starfræktur, þótt skólameistara geti þar örsjaldan á kaþólska tímanum, enda er það kanónísk skylda biskupsins að sjá prestlingum fyrir kennslu. Alþingisferðir þessar, er áður gat, ættu þá að hafa hafizt árið 1513. Nú kemur það einkennilega fyrir, að Ólafs getur sem prests í 3 dómum og gjörningum frá árinu 1517. Ennfremur er eitt skjal enn varðveitt frá sama tíma, sem ritað var með hendi hans, svo að verið hefir hann hér á landi þá. Hinn venjulegi lágmarksaldur til prestsvígslu var og er 25. árið að lögum kirkjunnar. Út af þessu er þó brugðið, beri knýjandi nauðsyn til. Engin ástæða er til að ætla, að um annan sira Ólaf Hjalta- son sé að ræða, enda nafnið óvenjulegt. 1 þessu sambandi mætti minnast sira Þorsteins Gunnasonar, er segist hafa verið þinga-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.