Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 24
166 KIRKJURITIÐ 1522. Þetta kæmi vel heim við það, sem óefanlegt er, að hann var sleginn með grjóti í atganginum í Sveinsstaðareið, þar sem vitnisburðurinn um atburðinn hefir varðveitzt. Hins veg- ar finnast engin skjalleg gögn fyrir þessum ummælum Presta- talsins. Hann gæti mætavel verið kominn að Sveinsstöðum frá Hólum í Hjaltadal, en prestsskapur hans að Vesturhóps- hólum hafizt nokkru eftir heimkomu hans úr vígsluför Jóns biskups árið 1525. Ólíklegt er, að hann hafi lært þá reformeruðu religion um þetta leyti. Því að siðbótarmennirnir suður i álfu voru varla til fulls búnir að átta sig á, hvað þeir voru að fara. Verulegum siðbótarkenningum hefir hann vart getað kynnzt á árunum 1517—1522. Á hitt má þó benda, að Guttormur lögmaður, bróðir herra Gottskálks, átti heima í Björgvin, og Hólastóll átti hafskip í förum þangað á þeim árum, og í þriðja lagi var þar latínuskóli góður. Það er eigi allsendis óliklegt, að herra Ólafur hafi eigi með öllu verið ókunnugur þar, og nám kynni hann að hafa stundað þar að tilhlutan herra Gottskálks árin 1517—20 eða 1521. Hann verður að minnsta kosti að vera kominn heim fyrir Sveinsstaðareið. En á þessari námsdvöl er ef til vill önnur skýring, sú, að hér sé ruglað saman við Odd Gottskálksson og Gizur Einarsson, er nám stunduðu ytra, en fylgd sira Ólafs með Jóni Arasyni til vígslu hafi valdið ruglingi þeim, því að í þeirri ferð kemur sira Ólafur bæði til Björgvinjar og Hamborgar. Sira Ólafur er þá þegar mikils- metinn klerkur, sem sést af skjölum, og ögmundur biskup Pálsson skrifaði í öllum ofsanum út af stólnum á Hólum Ólafi Engilbrektssyni erkidjákna í Niðarósi og bað hann trúa þeim sira Ólafi mátulega, því að hann hafi hyllt Jón Arason í öllu. Ólafur Hjaltason virðist þá hafa verið álitinn traustur og efnilegur maður, úr þvi að Jón Arason skyldi kveðja hann til jafnvandasamrar farar með sér, snotur og þekkilegur. Hitt er svo m. a. þjóðsaga ein, sem segir, að sira Ólafur eigi að hafa svarað hinum latnesku vígsluspurningum erkibiskupsins til biskupsefnisins Jóns Arasonar, þar sem Jón kynni eigi latínu. Væri sagan sönn, þá mætti halda því fram, að herra Jón hafi eigi verið læs, því að spurningarnar og svörin eru ætíð hin sömu og ákveðin með texta vigslusiðanna, sem letr- aður er í Pontificale.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.