Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 46

Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 46
188 KIRKJURITIÐ Nýlega var stofnað lúterskt kirkjuráð fyrir Bretlandseyjar, og unnið er að því að gera lútersku kirkjuna þar fjárhagslega sjálfstæða. Engin kirkja í Stalinborg. Eftir fregnum, sem borizt hafa frá Austur-Þýzkalandi, er verið að reisa borg eina nálægt Fiirstenberg, er kvað eiga að bera nafnið „Stalinstadt“. Er borg þessi reist í öllu eftir skipu- lagi kommúnismans. Það vekur athygli, að fyrir kirkjur eru engir staðir ætlaðir, og ekkert tillit hefir verið tekið til óska lúterskra eða katólskra manna í því sambandi. World Christian Digest heitir kristilegt mánaðarrit, sem gefið er út í Bretlandi. Flytur það útdrætti úr greinum, sem birtast um kristindóms- og kirkjumál í blöðum og tímaritum og eru það oft úrvals greinar. Rit þetta kostar á ári (12 hefti) 14 shilhnga og er hægt að panta það beint frá útgáfufélaginu: The World Christian Digest, 124 Glouchester Road, Kensington, London. Ö. J. Þ. Dean Inge latinn. Nýlega er látinn einn af svipmestu kirkjuhöfðingjum Bret- lands, prófastur St. Páls kirkjunnar í Lundúnum, William Ralph Inge, 94 ára að aldri. Hann var hálærður maður og mikill rithöfundur, dulspek- ingur og heimspekilegur í rithætti. Hann var oft kallaður The gloomy Dean, skuggalegi prófasturinn, af því að hann var mjög skyggn á skuggahliðar menningar nútímans. Fyrir löngu las ég þau ummæli hans, að brátt mundu menn ekki læra lestur, skrift né reikning, því að vélarnar tækju við því öllu. Hann var líka stundum kallaður The outspoken Dean, opin- skái prófasturinn, enda var hann óhræddur að láta i ljós skoðanir sínar. Hann vildi leyfa hjónaskilnað og fæðingar- takmarkanir, og taldi jafnvel sjálfsmorð leyfileg undir vissum kringumstæðum. En hann hafði óbeit á lýðræði, fegrunar- meðulum, rómversk-katólsku kirkjunni og byltingum. M. J.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.