Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 26
168 KIRKJURITIÐ sira Ólafur kynnist siðbótarstefnunni og þá virðist hann kom- ast undir áhrifavald Pétm-s Palladíusar Sjálandsbiskups, harð- duglegs og viturs manns. Og Palladíus getur hans lofsamlega í Fræðabréfi sínu til fslendinga árið 1546. Nú togast öflin á um sira Ólaf. Hann léði herra Jóni fylgi sitt í Bjarnanessreið 1547, yfirgangs- og ofstopaverk, en nokkru síðar fara að ber- ast ljótar sögur af sira Ólafi. Þær segja, að hann prédiki gegn ákalli helgra manna og öðru, er siðum kaþólskra manna heyrir til. Og Jón biskup getur eigi annað en stefnt honum fyrir prestastefnu til andsvara. En svo er sagt, að sira Ólafur hafi þá afsakað sig og herra Jón lofað Guð fyrir, að slíkur maður væri saklaus. Síðan eigi kvittur þessi að hafa gosið upp á ný, og segja sumir, að sira Ólafi hafi þá verið stefnt fyrir presta- stefnu á Hrafnagili, en aðrir, að Jón biskup hafi farið með 12 presta heim í Laufás og dæmt sira Ólaf af embætti og andlegri stétt, en sira Ólafur fært fram skriflega vörn sam- kvæmt kenningu Lúters. Að gengnum dóminum á sira Ólafur að hafa verið færður úr prestsskrúða símnn til tákns um, að hann væri afhelgaður vígslu sinni, og hrundið út úr kirkj- unni, og festist fótur hans í dyragættinni og laskaðist svo, að hann bar þess menjar til dauðadags. Þetta síðastnefnda atriði hefir verið véfengt, en engin er ástæða til þess, sé sagan að öðru leyti sönn. Nú varð sira Ólafur að forða sér hið bráðasta og fór við annan mann suður í fjöll í námunda við Vatnahjallaveg og leyndist þar, þangað til menn riðu til þings. Beið hann þar Þorleifs Grímssonar á Möðruvöllum og varð honum samferða suður, fékk þar skiprúm og sigldi á konungsfund. Hefir hann þar kunnað frá mörgu að segja. Mxm þetta hafa verið um vorið 1550. Því að þá um vorið ritaði Pétur Palladíus Jóni biskupi og skoraði á hann að taka sér aðstoðarmann og senda utan til vígslu, t. d. sira Ólaf Hjaltason eða sira Sigurð son sinn. Eftir þessu ætti sira Ólafur að vera ókominn utan, en hinn 10. ágúst sama ár er hann nefndur landhlaupi. Þessar síðustu frásagnir hafa ekki nema að mjög litlu leyti stuðning í samtíða skjölum, og er vert að benda á, að í júní- mánuði 1549 var hann sannanlega í fylgd með sira Sigurði á Grenjaðarstað og fleirmn á ferðalagi rnn Suðurland og kom þá við á Breiðabólsstað í Fljótshlíð og í Næfurholti. Því ættu

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.