Kirkjuritið - 01.04.1954, Side 31

Kirkjuritið - 01.04.1954, Side 31
HERRA ÓLAFUR HJALTASON 173 hinn fagri kross hafa verið falinn í hraunholu norðanlands, °r fannst um aldamótin og er nú í Þjóðminjasafni. Hins vegar er enn til Heitbréf Skagfirðinga frá árinu 1566, sem ritað er með hinni snotru hendi herra Ólafs sjálfs. Er heitbréf þetta prentað í Fornbréfasafninu, en þar er i þvi alvarleg lestrarvilla, þar sem lesið hefir verið Gract fyrir Tractuí. En titillinn leynir sér í fellingu í bréfinu. Heitbréf þetta er hin merkasta heimild um það, hvernig messa var í raun og veru flutt fyrst eftir siðskiptin, og er það m. a. eftir- tektarvert, að enginn liður hennar er á latínu. Er það í fullu samræmi við tillögur Gísla biskups Oddssonar 65 árum síðar um samræming ákvæða ordínanziunnar við íslenzka staðhaetti °g venjur. Segir Gísli þar afdráttarlaust, að latínusöngur sé íyrir löngu aflagður nema á dómkirkjunum. I heitbréfinu kemur fram, að þeir siðskiptamenn hafa ekki tekið algjörum sinnaskiptum, heldur breyta þeir fyrst og fremst því, sem nauðs’ynlegt er að breyta samkvæmt boði ordínanzíunnar og engu öðru. Hið sama kemur og fram í Guðspjallabókinni, sem síðar verður lýst stuttlega. Þar reynist herra Ólafur furðu sjálfstæður. 1 vísitazíubókinni vottar jafnvel fyrir, að herra Olafur hafi viljað fara sínar eigin leiðir, þar sem um ferm- inguna segir, að það (barnið) læri sin kristileg fræði og Guðs hoðorð, þar til að það fær að ganga innar og er áður yfir hlýtt af biskupinum, sem nú er og til skipað, hvað vér köllum þá réttu ferming eða confirmatio eður staðfesting í trúnni og i barnalærdóminum. — Hér siglir herra Ólafur laglega beggja skauta byr milli skers og báru, eins og allir sjá. 1 trúarum- hótum sínum reynist hann heppinn og farsæll. Og verða engin stór átök milli hans og annarra um trúmálin utan einu sinni eða tvisvar, sem þó dró engan dilk á eftir sér. Tað er sorglegt, að þessi friðsami og óáleitni maður skuli hafa verið mæðumaður að einhverju leyti í sínu einkalífi. Að vísu eru sumar heimildir um það ærið tortryggilegar. Á prestsskaparárum sinum í Húnavatnssýslu eignaðist hann hóttur, er Hallfríður hét. Kemur hún einvörðungu fram á emum stað i heimildum, í skjali, er herra Ólafur ritaði sjálf- Ur með eiginhendi í Laufási árið 1544, og er eingöngu varð- veitt í þessu frumriti. Fjallar það um svik, er Sveinn nokkur borleifsson, sveinn hans á þriðja ár, hafði gjört honum í

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.