Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 8
150 KIRKJURITIÐ lífi þeirra. Þeir vildu halda völdunum — og vegsemdinni sjálfir. Og alþýðan? Alþýðan hafði hyllt Jesú alla þá stund, er hún hugði, að hann væri að láta óskir hennar rætast og leiða hana til valda og virðingar. Þegar henni varð það ljóst, að þetta vakti ekki fyrir honum, heldur vildi hann láta líf þeirra stjórnast af Guðs vilja, þá snerist hún önd- verð gegn honum. Það, sem birtist bæði í afstöðu leiðtoganna og lýðsins til Jesú, var innsta eðli allra synda. Því að synd er ekki aðeins það, að menn gjöra eitthvað rangt eða eru öðru vísi en þeir eiga að vera. Syndin er í því fólgin að láta sinn vilja og löngun ráða gagnstætt Guðs vilja og kröfu hans til þess að stjórna lífi voru. Meginsynd vor er sú, að vér viljum ekki, að Guð sé Drottinn vor. Hvert sinn sem vér viljum láta eigingirnina ráða og ryðja oss braut, þá erum vér að reyna að þagga niður rödd Guðs og sporna við því, að hann drottni yfir oss. Meðan oss finnst Guð vera í fjarlægð og vilji hans óskýr og óákveðinn, kemur þessi mótspyrna gegn honum ekki greinilega í ljós. En því meir sem vér finnum til nálægðar hans í orði hans og kröfur hans til vor verða strangari og vald yfir oss ósveigjanlegra, því harðari verður and- staða dramblætis vors og eigingirni við vilja hans. Svo fór, þegar Guð birtist í Kristi og opinberaðist í mannlíf- inu, eins og því er lifað hér í heimi, þá varð einnig and- staðan skýr og ákveðin, eins og krossinn sýnir oss. Þá varð það Ijóst, að mennirnir höfðu beint lífi sínu inn á þær brautir, að það var alger uppreisn gegn Guði og Drottni lífsins. Og á því eigum vér öll sök. Þessi eigingjarna og drembiláta mótspyrna gegn drottin- valdi Guðs yfir lífinu getur einnig birzt undir fögru skinni. Leiðtogarnir, sem gengust fyrir málssókninni á hendur Jesú, voru í miklum metum í landi sínu. Þeir fylgdu sín- um meginreglum, en höfðu þær að skálkaskjóli gagnvart lifanda Guði, sem vildi fá vald yfir hjörtum þeirra og leiða

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.