Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 50

Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 50
Öveitt prestakall. Staðarhraun&prestakall í Mýraprófastsdæmi (Stað- arhrauns- og Akrasóknir). Heimatekjur: 1. Eftirgjald prestsseturs............ kr. 185.00 2. Árgjald af Viðlagasjóðsláni ....... — 120.00 3. Gjald í Fyrningarsjóð ............. — 90.00 Kr. 395.00 Presturinn tekur við þjónustu Álftártungusóknar við næstu prestaskipti í Borgarprestakalli, eða fyrr, ef Álftártungusöfnuður óskar og presturinn að Borg samþykkir. Samkvæmt 6. gr. laga nr. 31, 4. febrúar 1952 um skipun prestakalla, er Staðarhraun kennsluprestakall. Ber prestinum því að gegna þar kennarastarfi, þegar kirkjustjórnin ákveður, enda taki hann þá laun fyrir hvortveggja þessi störf í næsta launaflokki fyrir ofan aðra sóknarpresta. Þess skal getið, að prestssetrið er ekki laust til ábúðar nú sem stendur og ber því prestinum að sjá sér sjálfur fyrir húsnæði í prestakallinu fyrst um sinn. Umsóknarfrestur til 1. maí 1954. BISKUP ISLANDS, Reykjavík, 2. apríl 1954. Ásmundur Guðmundsson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.