Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 21
jpterra ©íafur ^íjaliasmt á ^áhxxa. Prófessor Magnús Már Lárusson flutti i hátíSasal Háskólans hinn 14. marz 1954. I. Siðskiptatímanum svipar í ýmsu til vorra daga, er gamlar °g nýjar heimsskoðanir og lifsstefnur togast á um manns- sálina með byltingarafli. Sá tími er því á ýmsan hátt eðlilegt athugunarefni fyrir nútímamanninn. Her a landi gjörðust sið- skiptin með nokkrum öðrum hætti en viða annars staðar. Er- lent vald þröngvar þeim á með aðstoð tiltölulega fárra manna innlendra. Og í átökum þeim, sem verða, gjörast hinir merk- ustu atburðir. Allur almenningur hefir þar verið skelfdur áhorfandi, sem vart gat vitað, hverju hann átti að trúa og hvers hann mátti vona. Um siðskiptatímann og fyrirbæri hans hafa verið samin niörg 0g ítarleg rit. Þó er það svo, að einn þeirra manna, sem uiest bar á, hefir á margan hátt fengið laklega meðferð, þar hann hverfur í ljóma forvera síns á biskupsstóli, herra Jóns Arasonar, og eftirmanns sins, herra Guðbrands Þorláks- sonar. Sá maður er Ólafur biskup Hjaltason, hinn fyrsti í lúterskum sið á Hólum. Gegnir í raun og veru furðu, hversu litlar áreiðanlegar heimildir hafa varðveitzt um hann, og verður að taka á þeim sumum með mikilli varúð til þess, að sannleikurinn komi í Ijós. I máli þessu mun verða drepið á nokkur hin veigamestu atriði úr sögu hans samkvæmt athugunum, er munu verða hirtar siðar í heild. Ólafur Hjaltason virðist ekki hafa haft til stórmenna að telja í næstu liðu. Faðir hans, Hjalti Arnkelsson, er af sumum talinn hafa verið járnsmiður eða hringjari á Hólum. Kann það að vera rétt að nokkru, þar sem hans getur þrisvar við gjörn- inga á Hólum í tíð þeirra Ólafs og Gottskálks biskupa. Hins

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.