Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 34
176 KIRKJURITIÐ sem í því er m. a. meint lýsing á Jóni Arasyni. Þar er einnig lýsing á athæfi Sigriðar, og er ófögur. Því miður er það svo, að heimildargildi skjalsins er miklu lakara og ómerkilegra en margur mundi ætla. Þar úir og grúir af alls konar vitleysum og þótt hönd frá síðara hluta 18. aldar hafi ritað ó skjalið: Þessi blöð meinast vera eftir Jón Sigurðsson á Böggvisstöðum, þá veitir það atriði skjalinu engan sannleikskraft, þótt það sé ef til vill með hendi Jóns fræðimanns á Urðum. Má hér benda á lýsinguna á Jóni Arasyni, af því að hún er svo mörgum kunn. Sá, sem ritar skjalið, segist hafa talað við gamla og skynsama kerlingu vegna spurninga Hálfdánar, og „sagði hún, að langamma sín hefði séð Sigríði og hefði hún verið mikill skörungur. Þessi kerling sagði líka, að þessi lang- amma sín hefði 10 vetra séð Jón Arason vigja prest og hefði kápan tekið honum rétt á hné. Hann hefði verið langleitur og sléttleitur, hvítur af hærum á hár og skegg og lotinn á herðar, mikið fyrirmannlegur“. Lýsing þessi er kjarnyrt, en hún á reyndar við Guðbrand biskup Þorláksson, sem var með stærstu mönnum, langleitur og sléttleitur, hvítur af hæruni á hár og skegg og lotinn á herðar, mikið fyrirmannlegur á efri árum, eins og málverkin af honum sýna, en þau eru geymd í Þjóðminjasafni. Og Jón Arason, sem gaf Hólakirkju kostulegan skrúða, hefði væntanlega fengið sér kórkápu, er væri við sitt hæfi. Skjalið er ritað um 1770, og virðist það taka af skarið um þetta atriði. Nú hafa menn bent á skjöl í Fornbréfasafninu, sem eiga að sýna og sanna þetta óleyfilega samband Bjarna og Sigríðar. Þau eru slétt og felld jarðaskjöl og kemur herra Ólafur þar við sögu sem eiginmaður Sigríðar og er að hagræða fyrir henni, svo að hún geti eignazt dómkirkjujörðina Gröf á Höfða- strönd og átt þar athvarf, er hann félli frá. Og á það rná leggja áherzlu, að sala Grafar er staðfest af Páli Stígssyni höfuðsmanni fyrir hönd hins raunverulega seljanda, konungs. Sízt hefði Páll Stígsson verið manna líklegastur til að sleppa dómkirkjujörð við hórseka fráskilda biskupsfrú; hins vegar nær Guðbrandur biskup eignarhaldi á jörðinni árið 1584, og gekk hún í arf til eftirmanna hans og ættingja. Séu allar heimildir grandskoðaðar, þá kemur í ljós, að Sig-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.