Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 10
152 KIRKJURITIÐ testamentinu, að Guð var í Kristi. Það var Guð, sem birtist í orðum hans og verkum. Hann og faðirinn voru eitt. Þess vegna birtir þjáning Jesú og dauði oss ekki aðeins fórn- andi kærleika manns, heldur kærleika Guðs sjálfs. Það er eins og Páll segir: ,,Guð auðsýnir kærleika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn, meðan vér enn vorum í syndum vorum. 1 fornri kirkju ítalskri er mynd af Jesú á krossinum, þannig að eygja má bak við hann föðurinn eilífa. Hendur föðurins eru fyrir aftan hendur sonarins, og naglarnir, sem nista soninn, særa einnig föðurinn. Málarinn gamli vildi á eina málinu, er hann hafði á valdi sínu, segja það, sem oft gleymist, að Guð var í Kristi og það er kærleiki Guðs í Jesú, sem lét negla sig á krossinn mönnunum til hjálpræðis. Kærleika Guðs átti ekki að ávinna með fórn. Heldur var það þvert á móti kærleiki hans, sem birtist í fórninni á Golgata. Hvað segir þá þessi kross oss um kærleika Guðs? Fyrst það, að Guð er ekki fjarri því, sem gerist í þess- um heimi, þar sem er svo mikið af illu og svo mikil þján- ing. Heimur syndarinnar er einnig heimur þjáninganna. Guð er ekki fjarri honum. Hann er ekki aðeins áhorfandi, sem er hátt hafinn yfir þetta allt. Krossinn sýnir oss, hvernig Guð þjáist fyrir oss og með oss. Hann er ekki fjarlægur því, sem synd sjálfra vor og heimska hefir valdið. Hann hefir gengizt undir og tekið á sig þjáning- arnar og byrðarnar, sem leiða af öllu því, sem vér höfum bakað sjálfum oss, hverir öðrum — og honum. Og hvers vegna gjörir hann það? TiL þess að frelsa oss. Hvað sem það kann að kosta sjálfan hann, vill hann leit- ast við að bjarga oss, sem höfum felt rústir yfir sjálfa oss. „Maður, lít þú Guð þinn,“ segir krossinn við oss. Þannig elskar Guð vondan heim og syndum spilltan. Þannig liggui’ honum á hjarta syndabyrði og syndaþungi veraldarinnar. Það var maður, sem sagði einu sinni: „Væri ég Guð, myndi hjarta mitt bresta vegna neyðar veraldarinnar og syndar."

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.