Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 36
178 KIRKJURITIÐ grallara Ólafs, sem geymd er í Konungsbókhlöðu. Herra Ólaf- ur hefir verið sjálfstæður við samning Guðspjallabókarinnar. Hann notar þar aðrar kollektur heldur en Marteinn biskup Einarsson gjörir í Handbók sinni 1555, og þótt Altarisbók Palladíusar hin danska komi fram sem eitt af forritum herra Ólafs, þá er hann engan veginn rígbundinn við hana. Hann er eigi heldur rígbundinn við val pistla og guðspjalla. Hann fylgir þar ekki ætíð Odds Testamenti 1540, sem styðst í þeim efnum við Missale Haffniense, heldur leyfir hann sér um margt að fylgja venju þeirri, sem ríkt hefir í Hólastifti um langan aldur. Málið á Guðspjallabókinni er slétt og fellt, en frávikin frá texta Odds í guðspjöllum, en ekki pistlum, eru svo mörg og ítarleg, að það er varla hægt að halda því fram, að textinn sé einn og sami, og má leiða nokkrar likur að því, að báðir, Oddur og Ólafur, hafi notfært sér Fjóra guðspjalla- menn Jóns Arasonar, sem finnast í Sigurðarregistri sem guð- spjallabók með pappír í norrænu, en tvö eintök eru til í Skál- holti 1674, og var annað skert, en hitt fór í gröfina með Brynjólfi biskupi Sveinssyni. Það er eigi auðið annað að sjá, en að Ólafur Hjaltason hafi haft gott vald á íslenzku máli. Það kemur og fram í þýðingu hans að ritinu Um Guðs reiði og miskunn, sem hann þýddi úr danskri þýðingu Péturs Tidemands á riti Kaspars Húbners eða Huberinusar, þýzks guðfræðings. Guðbrandur lét prenta þýðingu herra Ólafs árið 1579, en bókin hefir aðeins varð- veitzt í einu eintaki i Konungsbókhlöðu. Svo vel vill til, að samtíða brot úr þýðingu herra Ólafs, góðri og kjarnyrtri, á Vísitazíubók Palladíusar hinni dönsku, hefir varðveitzt í Árnasafni. Er það mjög merkt, því að hinn danski texti var ekki prentaður fyrr en á öldinni, sem leið, og hafði textinn aðeins varðveitzt í örfáum ungum handrit- um, er ekki voru fyllilega samhljóða. Einkennilegt er það, að brot þetta, sem er jafnþýðingarmikið fyrir danska bókmennta- sögu sem islenzka, þar eð það stendur svo nærri frumriti, skuh koma i leitirnar þetta seint. (Sjá mynd). Ritlinga ýmsa þýddi herra Ólafur eftir Palladíus og hefir látið prenta, þótt glataðir séu endur fyrir löngu. Herra Ólafi er eignuð hlutdeild i biblíuþýðingum, en um það er enn óljóst.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.