Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 27
HERRA ÓLAFUR HJALTASON 169 atburðir þessir í Laufási að hafa gjörzt um veturinn 1549— 50. En lúterskan hefir ef til vill verið að brjótast í sira Ólafi síðustu árin í Laufási, því að Þorlákur Markússon segir frá því, að þá hafi sira Ólafur þýtt hinn litla Lutheri Catechismum, sem til hafi verið enn á dögum Þorláks með þekkjanlegri eigin- hendi sira Ólafs. II. I Kaupmannahöfn virðist sira Ólafur hafa dvalizt á heimili Péturs Palladíusar ásamt sira Gísla Jónssyni í Selárdal, er einnig hafði flúið reiði Jóns Arasonar. Ólafur vinnur sér það mikið traust, að þeir konungur álíta hann vænlegt biskups- efni, og er það nefnt í erindisbréfi þeirra Axels Juuls og Kristófers Trondsens, sem áttu að handtaka Jón biskup vorið 1551, því að eigi hafði fréttin um aftöku þeirra feðga enn borizt til Kaupmannahafnar. Verður Ólafur þeim samferða á herskipum tveimur og er kosiim biskup, þótt Norðlendingar hefðu áður kosið sira Sig- Urð Jónsson á Grenjaðarstað, þótt engin séu nú til skjöl um hið síðarnefnda. Ólafur styður nú málefni konungs. En konungsmenn unnu þá verk eitt, sem koma átti Ólafi í koll síðar. Þeir gjörðu silfur og gull, mótað og ómótað, upptækt á Hólum, Munka- þverá, Möðruvöllum og Þingeyrum. Var þetta ógrynni fjár, Se*n að nokkru var varasjóður og innstæða stólsins. Ólafur fer aftur til Hafnar og er vígður um veturinn eða vorið 1552, en eigi er vitað um vígsludag hans. Ef til vill væri leyfilegt að ætla, að hann hafi verið vígður biskupsvígslu á ynnan sunnudag eftir þrettánda, hinn 17. janúar 1552, því að þann dag, en þá er guðspjallið Brúðkaupið i Kana, var hann vanur að halda mikið til og gjöra vinaveizlu, sem segir 1 heimild um dánardag hans, sem reyndar er röng. Heim er hann kominn samsumars. Og hér beið hans mikið starf og erfitt. Vinsældir Jóns biskups höfðu eigi minnkað við hinn sviplega dauða hans, og andstaða var nokkur gegn hin- unr nýja sið. Herra Ólafur fór gætilega að öllu, og kemur það hvergi fram, að hann hafi átt í stórum deilum. Hann fær Prestana til að ganga í hjónaband, þótt stundum dragist það uokkuð, að látið verði að vilja hans, og má þar nefna sira

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.